Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 76
GRIPLA74
fengið mikla uppreisn þegar hann eignaðist dóttur einars Þorvaldssonar
í vatnsfirði, konu af rótgrónum goðaættum. eiríkur varð sýslumaður og
líklega ímynd hins sanna aristókrata.64
vissir bændur sóru konungi eiða árin 1262 til 1264 og er sennilegt
að það hafi orðið þeim og sonum þeirra mjög til framdráttar. Þeir sóru
t.d. nyrðra Bjarni bóndi á Auðkúlu, Ásgrímur bóndasonur frá Hvammi
og Hallur bóndi á Möðruvöllum; engar líkur eru þó til að neinn þessara
manna hafi talist gefa upp goðorð. en stuðningur þeirra við samþykkt
skatts mun hafa verið mikils metinn og er varla tilviljun að þeir voru herr-
aðir, Ásgrímur og kolbeinn, sonur Bjarna, og Þórður, sonur Halls.
Ættir stórgoða og stórbænda runnu þannig saman og mynduðu nýja
aristókratíu. sigríður Beck bendir á í nýlegri doktorsritgerð að hópur
ráðamanna á 14. öld hafi getað rakið sameiginlegan uppruna sinn til
sturlungaaldar, en tímabilið telst venjulega hafa byrjað um 1220.65 Þetta
er vafalaust rétt, þá höfðu völd safnast saman í höndum fárra fjölskyldna
sem mægðust innbyrðis og mynduðu elítu sem barst þó á banaspjót. en á
þessum tíma hófust afskipti hins norska konungsvalds af íslenskum mál-
efnum, tengsl við konungsvaldið skiptu æ meira máli og hin íslenska elíta
tók mið af hirðlífi, breyttist í aristókratíu. Bændasynir fengu færi á frama
og gerðust menn konungs, svo sem eyjólfur ofsi og finnbjörn Helgason.
eftir 1264 urðu goðar sýslumenn og sumir voru herraðir, urðu riddarar.
en það voru átök um hverjir fengju að komast að sem embættismenn,
hirðmenn og herrar, og konungur lyfti mönnum upp úr röðum stórbænda,
herraði þá, og gaf jafnvel norðmönnum kost á embættum á íslandi. Þetta
olli óróa um 1300 og í upphafi 14. aldar, en ró komst líklega á að nýju upp
úr 1320. Aristókratían fór að taka á sig mynd með innbyrðis mægðum
og reynt var að skýra og fá á hreint hverjir ættu heima í henni og hverjir
ekki.
undir þessum kringumstæðum mun Sturlunga hafa orðið til. til hennar
mátti sækja rök og réttlætingu fyrir völdum og upphefð. Það gat verið gott
að rifja upp hverjir lögðu konungserindi lið. Afi Hauks erlendssonar var
64 einar Bjarnason, „Auðbrekkubréf og vatnsfjarðarerfðir,“ Saga 3 (1960–1963): 387–388;
jonna Louis-jensen, “fra skriptoriet i vatnsfjörður i eiríkr sveinbjarnarsons tid,” Con
amore. En artikelsamling udgivet på 70-års dagen den 21. oktober 2006, ritstj. Michael Chesnutt
et al. (kaupmanahöfn: Reitzels, 2006), 321–336.
65 sigríður Beck, I kungens frånvaro. Formeringen av en isländsk aristokrati 1271–1387 (Gauta-
borg: Göteborgs universitet, 2011), 239.