Gripla - 20.12.2012, Page 252
GRIPLA250
slíkar útskýringar eru einnig í Fsk.3, sem fjallar um sama tímabil og
Morkinskinna:
Fsk.3(A)-v176: Hér vísar til með sannendum, at Magnús konungr ok
hans menn kölluðu svein jarl, þó at sjálfr kallaði hann sik konung ok
hans vinir. [sjá Msk.-v38. einnig Hkr.3-v62, þar án skýringar.]
Fsk.3-v181: Hér vísar til þess, at Magnúss konungr var et næsta vár eptir
tvítögr at aldri. [sjá Msk.-v44. einnig Hkr.3-v72, þar án skýringar.]
Fsk.3-v185: Hér segir þat, at þá var Mikjáll konungr í þann tíma. [sjá
Hkr.3-v82.]
Fsk.3-v187: Hér segir frá því, at þetta land kom óbrunnit ok óherjat
undir vald Haralds. [sjá Msk.-v54 og Hkr.3-v84.]
Fsk.3-v199 og v200: Hér segir, hversu Haraldr kom til nóregs, frá því
er hann fór ór landi út til Miklagarðs. [sjá Msk.-v70 og -v71, vís-
urnar eru ekki í Hkr.3.]
Fsk.3-v227: Hér segir, at sveinn konungr flýði á land upp með skútu, er
flotit hafði við lypting. [sjá Msk.-v111. er ekki í Hkr.3.]
eins og sjá má gæti höfundur Fagurskinnu hafa tekið sumar þessar
vísnaskýringar úr Morkinskinnu, sem hann notaði sem heimild. en nú má
benda á athyglisvert atriði. slíkar vísnaskýringar eru einnig í Fsk.1 og Fsk.2,
þar sem Morkinskinna nýtist ekki sem heimild:
* Fsk.1-v1–6: Hér er þat sýnt í þessi frásögu, hverr siðr var Haralds
konungs [hárfagra] þá hríð, er hann ruddi [ríki] fyrir sér. [Hkr.1-v39,
án skýringar.]
Fsk.1-v11: Þetta ber vitni mildi konungs.
Fsk.1-v14–15 (á undan vísum): Hér er ok sagt, at Haraldr konungr hafði
leikara í hirð sinni.
Fsk.1-v27–34: Hér segir þat, at fimm konungar fellu með hónum ok svá
hvat mikill hermaðr hann hafði verit.
Fsk.1-v41: Á þvílíku má sjá, hversu óhræddr konungr var, er hann íhug-
aði svá sína hluti.
Fsk.1-v73: Hér má heyra, at synir eiríks brutu niðr blótin, en Hákon
hóf upp annat sinni.
* Fsk.1-v105 (á undan vísu): óláfr tryggvasonr hafði alls eitt skip ok
sjau tigu skipa, sem segir Halldór ókristni. [sjá Hkr.1-v155.]