Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 173
171
koppenberg benti á samsvaranir með Þorláks sögu og Jóns sögu.93 Þetta
styrkir heldur þá kenningu að höfundurinn sé sá sami, þótt Peter foote
hafi dregið í efa að líkindin gangi út yfir það sem eðlilegt sé í svo formfastri
bókmenntagrein.94 ef höfundurinn var ekki sá sami verðum við að gera
ráð fyrir því að Gunnlaugur hafi beinlínis stuðst við Vita S. Thorlaci þegar
hann samdi Vita S. Johannis og fengið þar talsvert að láni. en hann hefur
þá stuðst við rit, lífssögu Þorláks, sem var að hluta til unnið upp úr vitr-
anariti hans sjálfs.
ekki er óeðlilegt að líta svo á að velgengni *Revelaciones Thorlaci episcopi
hafi beinlínis kallað á að framhald yrði á skrifum Gunnlaugs um Þorlák,
sérstaklega af því nú þurfti á skömmum tíma að skrá lífssögu dýrlingsins,
dikta fleiri jarteinir, útbúa les og tíðir. Ambrósíustíðir Gunnlaugs, Historia
Ambrosii, sýna að þá bókmenntagrein hafði hann einnig á valdi sínu. Það
kann ef til vill að þykja undarlegt að munkur á Þingeyrum skrifi lífssögu
Þorláks biskups í skálholti en allt bendir þó til að Gunnlaugur hafi skrifaði
fyrsta latínuritið um heilagleika Þorláks, rit sem jafnframt virðist hafa átt
stærstan hlut í því að helgi dýrlingsins „kom upp“.
Gissur Hallsson hefur með einhverjum hætti komið að smíði vitrana-
ritsins. Þessi aldni höfuðklerkur í skálholti, eins og honum er lýst í Þorláks
sögu, virðist hafa sent Gunnlaugi að minnsta kosti eina vitrun, beint eða
fyrir milligöngu orms kapelláns, því draumvitrun Gissurar um yfirráð
Þorláks yfir skálholtskristni hefur einnig verið að finna í riti Gunnlaugs.
eins og við höfum séð virðist, samkvæmt Þorláks sögu, Gissur Hallsson
fyrstur hafa átt hugmyndina að heilagleika Þorláks þegar hann talaði
til biskupsins á dánarbeði fyrir hönd skálholtsklerka. Því er bætt við
að „heilagr andi“ hafi mælt með honum. Gissur var því verkfæri Guðs í
þessu máli, samkvæmt sögunni, en hver svo sem komponeraði eða dikt-
aði – á máli samtímans – Vita S. Thorlaci hefur verið verkfæri Gissurar.
frumkvæði Gissurar í málinu og vald og virðing þessa aldna klerks í
skálholti var slíkt að líklegast er að ritið hafi verið skrifað á hans vegum.
Hlutverki Guðmundar Arasonar hefur væntanlega verið að mestu lokið
eftir beinaupptökuna sumarið 1198.
Hinn rúmlega fertugi eftirmaður Þorláks á skálholtsstóli, Páll jónsson
Loftssonar, virðist fremur hafa haldið sig til hlés, að minnsta kosti farið
93 Peter koppenberg 1980, 184–192.
94 foote et al. 2003 1, ccxlix–cclviii.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI