Gripla - 20.12.2012, Page 70
GRIPLA68
ófriði við lok þjóðveldis og fram um 1280 og áhugasamari um slíkt þá en
þeir voru síðar, um 1300 eða snemma á 14. öld þegar samsteypan mun
hafa orðið til. Öll átök um 1300 voru mörkuð af nálægð konungsvalds og
áhrifum þess, og hlutu að vera ólík hinum miklu skærum og endurteknu
hefndarvígum milli höfðingja á þjóðveldistíma sem þróuðust yfir í beinar
herferðir og stríð, einkum eftir 1235, og má segja að þá hafi skollið á ófrið-
aröld. endurtekinn hernaður í þessum stíl hefði orðið iðkendum hans vís
vegur til að falla í ónáð í konungsgarði. varla var brýnt á fyrri hluta 14.
aldar að steypa mörgum sögum saman til að draga fram nauðsyn þess að
höfðingjum bæri að forðast fæðardeilur með síendurteknum hefndarvígum
sem gátu leitt til stórbardaga og mikilla blóðsúthellinga. Það merkir þó ekki
að hefndarvíg væru úr sögunni, þeirra gætti enn að einhverju marki á fyrri
hluta 14. aldar en þau voru ekki síendurtekin, eins og áður, enda tekið þvert
fyrir slíkt. Þau virðast hafa verið fremur fátíð, líklega bæði vegna andúðar
konungsvalds á þeim og vegna þess að vegandi varð að leita til noregs til
að fá uppgjöf sakar hjá konungsvaldi og greiða fúlgur fjár. slíkar skorður
dugðu til að halda þeim í skefjum að miklu leyti.48
eitt voru blóðug hefndarvíg höfðingja og annað algjört stríð, eins og var
1235 til 1255. var markmið safnanda Sturlungu að lýsa hörmungum ófriðar
og þeirri ófarsæld, sem hann leiddi til? Það er ekki trúlegt. Á það hafa allir
góðir kóngsmenn getað fallist um 1300 eða snemma á 14. öld að stríð leiddi
til ófarsældar, enda telst konungur hafa komið á friði. var einhver sérstök
ástæða til að óttast stríð um 1300 eða í upphafi 14. aldar? Þótt íslendingar
deildu þá nokkuð við konung liggur ekkert fyrir um það að þeir hafi hugsað
sér að slíta sambandi við hann og þannig átt á hættu að ófriðaröld í gömlum
stíl brysti á. Átök höfðingja í gömlum stíl, eða uppreisn og stríð, voru því
varla á döfinni í upphafi 14. aldar og ástæðna fyrir samsteypunni verður að
leita í öðru.
Hernaðarandi eða hernaðarhyggja voru ekki úr sögunni undir stjórn
noregskonungs frekar en takmörkuð hefndarvíg. Aðdáun á fornald-
arsögum og riddarasögum átti rætur í hörðum veruleika en lýsti ekki
lífsflótta og dvöl í heimi ímyndunar og hugaróra. sýslumenn urðu að
vera undir það búnir að fara með vopnaða menn að brotamönnum til að
48 Helgi Þorláksson, „konungsvald og hefnd,“ Sagaene og Noreg. Fortrykk. 10. internasjon-
ale sagakonferanse. Trondheim, 3.–9. august 1997 (Þrándheimi: noregs teknisk-naturvi-
tenskapelige universitet, senter for middelalderstudier, 1997), 249–261.