Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 262
GRIPLA260
sturlusonar, t.d. útferðarsaga Haralds og mörg þeirra kvæða sem sagan er
byggð á. Raunar kemur fram að Halldór snorrason hafi sagt mörgum út-
ferðarsöguna hér á íslandi, sbr. Íslendings þátt sögufróða.
snorri var alinn upp hjá jóni Loftssyni í odda, sem var dóttursonur
Magnúsar berfætts. Þóra Magnúsdóttir, móðir jóns, var því hálfsystir
konunganna eysteins Magnússonar og sigurðar jórsalafara. jón ólst upp
í konungahellu til 11 ára aldurs 1135, en fór þá til íslands. ólíklegt er að
foreldrar hans hafi fylgt honum hingað (egill j. stardal 1967, 32).28 vegna
skyldleika síns við norsku konungsættina hefur jón fylgst vel með helstu
atburðum þar, og getað miðlað slíkum fróðleik.29 snorri var að vísu aðeins
18 ára þegar jón féll frá en gæti engu að síður hafa numið margt af honum,
auk þess sem synir jóns gætu hafa verið góðir heimildarmenn.
7. norskar heimildir Morkinskinnu
snorri sturluson fór til noregs árið 1218 og var þar í tvö ár. Benda má
á a.m.k. tvö dæmi um að höfundur Morkinskinnu hafi nýtt sér gögn úr
skjalasafni noregskonungs. í Morkinskinnu (íf 23, 27–28) er getið um
samning sem þeir Magnús góði og Hörða-knútur gerðu við Gautelfi um
eða eftir 1037.30 einnig er fjallað um þennan samning í Fagurskinnu (íf
29, 211) og stuttlega í Heimskringlu (íf 28, 12–13). frásögn Fagurskinnu
28 Lúðvík Ingvarsson (Lúðvík Ingvarsson 1986 2, 177–178) bendir á að Loftur sæmundarson,
faðir jóns, sé talinn meðal kynborinna presta í sunnlendingafjóðungi um 1143. í Íslenzkum
æviskrám (Páll eggert ólason et al. 1948–1976 3, 399) er gert ráð fyrir að hann hafi verið
prestur í odda, en ekki er full vissa fyrir því. í kvæðinu Noregskonungatali, sem er jafnvel
talið eftir snorra (óskar Guðmundsson 2009, 47–58), segir í 75. vísu að Þóra Magnúsdóttir
hafi komið til íslands. Þar segir: „kom ráðvönd, ræsis dóttir, til næfrlands, nykra borgar,“
(næfur = börkur, þ.e. þakklæðning, nykra borgar = vatns, þ.e. ís-lands). í framhaldi vís-
unnar segir að Þóra hafi verið „göfuglynd, góðrar tíðar [þ.e. þegar vel áraði eða þegar hún
átti sínar góðu stundir], allra helzt, íslendingum“, sem bendir til að hún hafi lengst af verið
búsett erlendis, enda segir í 76. vísu um jón Loftsson: „Því at hugrakkr, henni at [ei] fylgdi,
einkasonr, jöfra systur.“ Hugsanlegt er því að Þóra hafa komið hingað til lands á elliárum.
Að sögn annála dó „Þóra konungsdóttir“ 1175.
29 Bjarni Aðalbjarnarson (íf 26, xxiii) giskar á að jón Loftsson hafi verið heimildarmaður
snorra, t.d. um atburðina í konungahellu 1135, sem sagt er frá í Hkr.3. Þeirra er hvorki getið
í Morkinskinnu né Fagurskinnu. eyða er í Morkinskinnu nokkru framar, en ólíklegt er þó að
þeirra hafi verið getið þar.
30 Bjarni Aðalbjarnarson (íf 28, xiv) telur hugsanlegt að samningurinn sé frá 1039.