Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 99
97uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
við Bakkafirði, sem hinar skortir), leiðréttir leshætti forritsins í svigum
(t.d. „sudeijafiórdur (seidisf:)“) og leiðréttir sumsstaðar, eða færir til
samtímahorfs, athugasemdalaust (t.d. „Gerpir“ fyrir „Greypir“ og „vöðlavík“
fyrir „krossavík“). D-gerð Austfirðingafjórðungs er því nánast villulaus –
einasta að skarðsfjörður fellur niður í annars vel heppnaðri atlögu að því að
leiðrétta textann um Horn og Hornafjörð –, en í sunnlendingafjórðungi
eru bæði teknar upp villur úr forritinu og gerðar leiðréttingar sem ekki
heppnast. Höfundur D skrifar réttilega „Haukadal“ þar sem A- og B-gerðir
hafa „Hofdadal“ en hefur hins vegar „stora hinum vestra“ þar sem A og
B hafa „skardi hinu vestra“, „Reikiahlijd“ fyrir Reykjadal, „kveraa“ fyrir
knörr, og hann hefur aldeilis bugast fyrir urthvalafirði, sem nokkur
vorkunn er, þar sem hann skrifar „Miklafiordur (Luthallafiórdur)“. Þá
hefur hann, eins og höfundur B-gerðar, „Brandzlækur“ fyrir Brjánslæk,
og sýnir þetta allt að þótt að sá sem skrifaði D þættist vita eitt og annað
um suðurland þá hefur það ekki allt verið traust, og að þekking hans er
minnst um vestfirðingafjórðung en alltraust um Austfirðingafjórðung.
Þessi niðurstaða kemur vel heim og saman við þá tilgátu sveinbjarnar
Rafnssonar að D-gerð sé rituð af séra Halldóri Gíslasyni á Desjarmýri
(1718–1772) (sveinbjörn Rafnsson 1993, 75).
eins og sveinbjörn bendir á er margt sem sýnir að D-gerðin stendur
nær B- en A-gerð. til frekara vitnis má telja að öfugt við A-gerð hafa bæði
B- og D-gerð sauðlauksdal, Laugarbrekku, Hjarðarholt, Ingunnarstaði,
kirkjuból á Rosmhvalanesi, Árbæ í Holtum, skúmsstaði í Landeyjum, Ás
í fellum og njarðvík á Austfjörðum, en sleppa saxahvoli, Haffjarðarey
og Hvalsnesi sem A hefur. frávik D frá B má öll rekja til þeirrar viðleitni
höfundar D-gerðar að færa skrána til samtímahorfs, en fyrir vikið hefur
hún takmarkað gildi fyrir endurgerð upphaflega textans nema að því leyti
sem hún getur skýrt vafaatriði varðandi B-gerðina.
3. Breytingar á kirkjuskipan á snæfellsnesi á sextándu öld
og aldur hinna varðveittu gerða kirknatalsins
Inn í allar gerðir kirknatalsins hafa verið færðar þær breytingar sem gerðar
voru á kirkjuskipan á snæfellsnesi 1563. í B og D hafa þessar breytingar
verið færðar skipulega inn á réttum stöðum, aflagðar kirkjur felldar út