Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 100
GRIPLA98
og aðrar nýstofnaðar færðar inn. Meðal þeirra fyrrnefndu er kirkjan á
Rauðamel ytra, en samkvæmt skipan Páls hirðstjóra og Gísla biskups um
kirkjur á snæfellsnesi frá 27. september 1563 (DI 14, 152–155) skyldi hún
lögð niður – raunar eru ekki ótvíræðar heimildir um kirkju þar fyrir þann
tíma – en ný byggð í Hrossholti í stað Haffjarðareyjarkirkju (DI 14, 153).
Það virðist hins vegar aldrei hafa komið til framkvæmda og var kirkja á
Rauðamel orðin arftaki Haffjarðareyjarkirkju fyrir lok sextándu aldar (Lbs
108 4to, bl. 522; jón Halldórsson 1903–1910, 133). ekki er þó útilokað að
Rauðamels hafi verið getið í þrettándu aldar gerð kirknatalsins því að kirkja
var þá á Rauðamel syðra, og bjó þar presturinn sölvi jörundarson árið 1222
(Biskupasögur 1, 539). til er fornlegur máldagi hálfkirkju á Rauðamel (DI 2,
114) og kirkja á Rauðamel var vígð af sveini biskupi 1473 (Skarðsárannáll,
Annálar 1400–1800 1, 67), en af hvorugri heimildinni er ljóst við hvorn
Rauðamelinn er átt. kirkjan á Rauðamel syðra er hins vegar vel þekkt
hálfkirkja í heimildum frá seinni hluta sextándu aldar (DI 14, 154; Lbs 108
4to, bl. 521) og gæti máldaginn því sem best átt við hana. Það er því ekki
óhugsandi að Rauðamelur syðri hafi staðið í skránni upphaflega, eins og
nokkrar aðrar kirkjur með litla heimanfylgju sem síðan virðast hafa misst
prestskyld snemma (t.d. Hof á kjalarnesi, Gegnishólar í flóa og svínadalur
í skaftártungu). Á móti því mælir að höfundur A-gerðar skýtur Rauðamel
inn á vitlausum stað (á milli Ingjaldshóls og fróðár), og bendir það til að
Rauðamelur sé viðbót sem ekki hafi staðið í miðaldagerðum talsins. Þetta
sýnir ennfremur að höfundar A- og B-gerða talsins hafa ekki einungis
stuðst við skipanina frá 1563 heldur annað hvort vitað betur um Rauðamel
eða haft fyrir sér aðra heimild um kirkjustofnun þar. Hún gæti þá hafa
orðið um 1570 því síðasti presturinn í Haffjarðarey fór þaðan 1568 (DI 15,
108), og eru gerðirnar þá að minnsta kosti yngri en það. einnig mætti þó
hafa þá kenningu að sveinn spaki hafi vígt nýja alkirkju á Rauðamel ytra
1473, enda rata endurvígslur kirkna, hvað þá útkirkna, að jafnaði ekki í
annála, og mögulega hafði Björn á skarðsá fyrir sér heimild um að vígslan
fæli í sér breytingar á kirkjuskipan. Það væri þá ekki að tilefnislausu að
Bessastaðasamþykkt tekur svo afdráttarlaust til orða um að leggja beri
kirkju á Rauðamel niður. Það getur verið að Haffjarðareyjarkirkja hafi
lengi staðið hallanda fæti auk þess sem óhagræði hefur verið af staðsetningu
hennar fyrir flest sóknarbörn í eyjarhreppi: ekki einungis var Haffjarðarey
á sóknarenda heldur einnig um sjávarflæður, ef ekki úfinn sjó, að fara til