Gripla - 20.12.2012, Page 243
241
noregi og við norsku hirðina og leggur áherslu á manngildi þeirra og
menningu og að þeir njóti virðingar á við norðmenn. Líklegt er að hann
hafi einhverja reynslu af hernaði, því að hann hefur mikinn áhuga á að lýsa
árangursríkri herstjórn. Auk þess má greina áhuga á verslun og fjármálum,
og snúast margir íslendingaþættirnir um hvernig íslendingar koma ár sinni
vel fyrir borð erlendis. en athyglisverðast í þessu sambandi er þó hvað
höfundurinn er gagntekinn af kveðskap (dróttkvæðum) og frásagnarbók-
menntum, og er sjálfur meistari á því sviði. einnig er hið víða sjónarhorn
áberandi, þar sem frásögnin nær til margra landa, allt frá norðurlöndum,
Hólmgarði, Miklagarði og Miðjarðarhafi, um england og írland, til
íslands. virðist þessi greining eiga vel við snorra sturluson, þótt vissulega
væri hann ekki norðlendingur eins og theodore M. Andersson telur höf-
undinn hafa verið. Hann tengir Morkinskinnu sagnaskóla á Munkaþverá
í eyjafirði.5
Morkinskinna, Fsk.3 og Hkr.3 eru í grundvallaratriðum sama verkið (og
sama má segja um Fagurskinnu 1 og Hkr.1, og að hluta Fsk.2 og Hkr.2).6
en í stað þess að ritverkin séu eftir þrjá höfunda, er vert að skoða þann
möguleika að þau séu öll eftir sama mann, en hann hafi sent þau frá sér á
mismunandi vinnslustigum eða í mismunandi útgáfum. samsvörun á milli
þessara þriggja verka er það mikil að líklegt sé að sami rithöfundur geti átt
þar hlut að máli.7
í 3. til 5. kafla verður farið yfir nokkur einkenni sem benda til að þessi
þrjú verk séu eftir sama mann. Að sjálfsögðu er þörf á gætni í ályktunum
um slíkt. við fyrstu sýn geta konungasögur virst hver annarri líkar. Því
þarf að gera greinarmun á því sem telja má höfundareinkenni annars vegar,
og bókmenntaleg einkenni konungasagna hins vegar. Það sem tiltekið er í
3. til 5. kafla er þó sérstakt fyrir þessi þrjú verk, og því tel ég að líta megi á
það sem sameiginleg höfundareinkenni.
5 sjá einnig Andersson 1993 og sami 1994.
6 Ármann jakobsson (Ármann jakobsson 1997, 272) kallar Morkinskinnu, Fagurskinnu og
Heimskringlu „sambornar systur“.
7 sem dæmi um rit sem virðist hafa verið endurskoðað af höfundi má nefna Snorra-Eddu.
texti Uppsala-Eddu er um margt frábrugðinn þeim sem er í Konungsbók, sem að jafnaði er
lagður til grundvallar útgáfum ritsins. Heimir Pálsson (Heimir Pálsson 2011, 147, 150) telur
að Uppsala-Edda geti verið skrifuð eftir vinnugögnum úr búi snorra.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU