Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 277
275
13. Ritverk og vinnubrögð snorra
ef við föllumst á þessar niðurstöður þá breytist nokkuð sú mynd sem við
höfum af rithöfundinum snorra. nú hafa bæst við tvö rit sem líklegt er
að hann hafi samið, Morkinskinna og Fagurskinna. Með Morkinskinnu
má líklega eigna snorra þá íslendingaþætti sem taldir eru upp í 6. kafla,
þar á meðal Auðunar þátt vestfirska.53 vísnaskýringar í Morkinskinnu og
Fagurskinnu benda til að Snorra-Edda (fyrir utan Háttatal, sem var ort
1222–1223) hafi verið vel á veg komin 1218, þegar snorri fer til noregs.54
Þá er hann einnig kominn með fyrri hluta Morkinskinnu ásamt nokkrum
íslendingaþáttum. veturinn 1219–1220 ritar hann Fagurskinnu, þá staddur
í niðarósi. eftir heimkomuna í Reykholt haustið 1220 lýkur hann
Morkinskinnu. erfitt er að tímasetja nákvæmlega hvenær Ólafs saga helga
og Heimskringla voru ritaðar, og það á einnig við um Egils sögu, sé snorri
höfundur hennar. Af þessu má einnig ráða að snorri hafi endurskoðað og
endurbætt rit sín, jafnvel oftar en einu sinni. e.t.v. voru þau að einhverju
leyti sniðin að óskum hvers kaupanda, og þá bætt inn í þau nýju efni
eða fellt niður það sem kaupandinn kærði sig ekki um. vésteinn ólason
(vésteinn ólason 2002, xxvii) segir „hugsanlegt að höfundur [þ.e. snorri]
hafi látið frá sér fara tvær gerðir verks, sem einhverju hafi munað á.“
fyrrgreind rök um sama höfund eru að mínu mati nógu sterk til að
óhætt sé að leita annarra skýringa á mismun verkanna, en að þau séu eftir
þrjá ólíka höfunda. í bók sinni um snorra sturluson fjallar sigurður nordal
um mismunandi vinnubrögð höfundar Morkinskinnu og Heimskringlu, og
segir:
einstöku dæmi úr Morkinskinnu geta gefið hugmynd um á hve hátt
stig notkun vísnanna var komin áður en snorri fór að rita... [síðan
53 Guðni jónsson gaf Auðunar þátt út fyrir fornritafélagið 1943. Hann nefnir snorra sem
hugsanlegan höfund (íf 6, cvii). Auðunar þáttur er til í þremur gerðum. William Ian Miller
hefur skrifað bók um þáttinn og telur (Miller 2008, 3–5) að sú gerð sem er í yngri hluta
Flateyjarbókar gangi efnislega best upp og gæti því staðið næst frumgerð hans, þó að þar
sé hann í yngsta handritinu. ekki er hægt að útiloka að snorri hafi nýtt sér þætti eftir aðra
höfunda.
54 finnur jónsson (finnur jónsson 1920–1924 2, 690) telur Snorra-Eddu, fyrir utan Háttatal,
að mestu lokið 1218. Bjarni Aðalbjarnarson (íf 26, xxiv) telur það hugsanlegt, en einnig
gæti verið að hún sé yngri en 1220. jónas kristjánsson (jónas kristjánsson 1997, 13)
telur að Háttatal sé elsti hluti Eddu, og snorri hafi síðar aukið við Gylfaginningu og
Skáldskaparmálum.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU