Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 266
GRIPLA264
Fagurskinna hefst á draumi Hálfdanar svarta, sem túlkaður var svo „at
mikill afspringr myndi koma af hónum, ok myndi hans afspringr löndum
ráða með miklum veg, ok þó eigi allir með jöfnum veg;“ (íf 29, 58). og
um Harald hárfagra segir (70–71): „Hann átti margt barna, ok af hans ætt
eru komnir allir nóregskonungar.“ Líklegast er að ráðgjafar Hákonar hafi
beðið um verkið, því að það gat styrkt stöðu hans að fá skriflega greinar-
gerð um þá konunga sem ríkt höfðu í landinu. Haustið 1219, um það leyti
sem ritun Fagurskinnu hefur e.t.v. hafist, var ákveðið að Hákon tæki sér
Margréti dóttur skúla sem drottningu.38 Lægði þá nokkuð öldur á milli
þeirra. snorri hefur þó líklega verið á milli tveggja elda um þetta leyti, hann
er í skjóli skúla jarls, en telur sig ekki geta hafnað því að taka að sér verk
sem styrkir stöðu andstæðings hans.
ef fallist er á að snorri sé höfundur Morkinskinnu, og að henni
hafi ekki verið að fullu lokið fyrr en eftir 1220 á íslandi, þá er snorri
eini maðurinn sem gæti hafa notað efni úr henni veturinn 1219–1220.
ólíklegt er að hún hafi verið tiltæk öðrum höfundum í niðarósi fyrr en
nokkrum árum síðar, enda um að ræða verk sem var fyrst og fremst ætlað
íslendingum. Morkinskinnutextinn sem höfundur Fagurskinnu hafði í
höndum þennan vetur hefur því verið rit sem ekki var fullfrágengið. Það
er því hin raunverulega „eldri gerð Morkinskinnu“. Bjarni Aðalbjarnarson
fór nákvæmlega í saumana á sambandi Fagurskinnu og Heimskringlu. Hann
segir (Bjarni Aðalbjarnarson 1937, 235) að þó að óneitanlega sé margt sem
gefi til kynna að snorri hafi nýtt sér Fagurskinnu við ritun Heimskringlu, þá
geti hann ekki unnið eið að því að svo hafi verið. nokkru síðar taldi Bjarni
(íf 28, viii) Fagurskinnu reyndar meðal heimilda snorra.39 samkvæmt því er
ekki fullvíst að snorri hafi tekið afrit Fagurskinnu með sér heim til íslands
1220.40
Fagurskinna, A-handritið, endaði á orðunum: „nú hverf ek þar í frá.“
niðurlag B-handritsins var glatað og því er óvíst hvort það endaði á sama
38 festarölið var drukkið 29. september 1219 (óskar Guðmundsson 2009, 179–180). snorri
sturluson var þá í niðarósi og gæti hafa verið í veislunni.
39 Bjarni einarsson (íf 29, cxxv, cxxvii) segir að sú skoðun hafi átt vaxandi fylgi að fagna að
snorri hafi bæði stuðst við Fagurskinnu og heimildir hennar. Bjarni Aðalbjarnarson (íf 27,
xci) segir að því fari fjarri að Fagurskinnu og Heimskringlu beri alls kostar saman. slíkt úti-
lokar þó ekki sama höfund, því að óskir verkkaupa hafa ráðið miklu um efnisval.
40 teljast verður ólíklegt að höfundar Fagurskinnu og Heimskringlu hafi aðeins notað sömu
heimildir, því að það væri með ólíkindum að efnisröð hefði þá orðið nánast eins, nema þá
að sami höfundur hafi átt hlut að máli.