Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 57
55
mun hafa ætlað að þar talaði einn narfasona. en Þorsteinn böllóttur
kemur til greina, ekkert síður en einn narfasona, þar sem hann var sonur
Helgu ketilsdóttur. Þorsteinn gat skrifað í upphafi „móðurföður míns
og móðurföður narfasona“. Þessu var svo eðlilega breytt í „móðurföður
narfasona“ í handritum af flokki Króksfjarðarbókar, enda óvíst að lesendur
áttuðu sig á orðunum „móðurföður míns“ og hver talaði þar. orðalagið
lifði hins vegar í handritum af flokki Reykjarfjarðarbókar nema hvað item
kom að líkindum í stað og.7 sé eingöngu miðað við þetta orðalag kemur
Þorsteinn jafnt narfasonum til greina sem safnandi.
Áður en lengra er haldið verður þó að láta koma fram að óvíst er
að snorri narfason hafi verið albróðir Þórðar og Þorláks. í Hauksbók
Landnámu er vísað til „ketils, föður valgerðar, móður þeirra narfasona,
Þorláks og Þórðar“.8 Má því vera að snorri hafi ekki verið sonur valgerðar
ketilsdóttur og gat þá ekki talað um ketil sem móðurföður sinn.
er vitað til að Þorsteinn böllóttur hafi stundað fræðimennsku? stundum
er talið að hann hafi tekið saman Melabók Landnámu, en jón jóhannesson
taldi föður hans, snorra lögmann Markússon, þó líklegri höfund.9 undir
það tók jakob Benediktsson og benti á að í Melabók er ætt Melamanna
alltaf rakin til Markúsar, föður snorra, en Þorsteinn hefði sennilega rakið
hana til snorra, föður síns, en ekki aðeins Markúsar, afa síns.10 Bæta má
við að það væri í stíl við Sturlubók og Hauksbók af Landnámu að lögmaður
fjallaði um landnám og ættir frá landnámsmönnum og höfðingjum (goð-
orðsmönnum).11
Þótt Þorsteinn hafi e.t.v. ekki samið Melabók mun hann þó hafa komið
að fræðimennsku. í Þórðar sögu hreðu er hann talinn síðastur afkomenda
eiðs, sonar Miðfjarðar-skeggja, og hefur það verið talið vísbending um að
7 Reykjarfjarðarbók mun vera rituð af skagfirskum manni á síðari hluta 14. aldar, sbr. stefán
karlsson, „Ritun Reykjarfjarðarbókar. Excursus: Bókagerð bænda,“ Stafkrókar. Ritgerðir eftir
Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998, ritstj. Guðvarður Már
Gunnlaugsson, stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit 49 (Reykjavík: stofnun Árna
Magnússonar, 2000), 319.
8 Landnámabók, útg. jakob Benediktsson, íslenzk fornrit 1 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1968), 95.
9 jón jóhannesson, Gerðir Landnámabókar (Reykjavík 1941), 55–56.
10 Landnámabók, lxxxiii–lxxxiv. Þetta er þó nokkru flóknara: venjulega er talað um Hallberu
sem Markús Þórðarson átti og Helgu sem snorri Markússon átti.
11 um frekari rök gegn Þorsteini sem höfundi Melabókar, sjá Hermann Pálsson, Helgafell.
Saga höfuðbóls og klausturs, snæfellsnes 2 (Reykjavík: snæfellingaútgáfan, 1967), 138–139.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ