Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 38
GRIPLA36
Mótettan Gaudete psallentes lætur vel í eyrum þótt nánari rýni leiði í ljós
að hún er ekki samin af atvinnutónskáldi. Ýmsar reglur raddfærslu og
kontrapunkts eru þverbrotnar, ekki er ávallt farið með ómstríða tóna
samkvæmt ströngustu reglum og einnig er að finna samstígar fimmundir
milli sópran- og altraddar í seinni hlutanum. kannski hefur tónskáldið
verið háskólanemi með kunnáttu í tónlist sem nýttist honum til að semja
einfalda söngva. textinn er væntanlega einnig frumsaminn; ekki er vitað
um hann annars staðar og erfitt að gera sér í hugarlund að hann hafi orðið
til í öðru samhengi en þessu. Þrátt fyrir ýmsa annmarka er mótettan
fjörug og skemmtileg, bumbuslátturinn ljær henni gamansaman tón og hún
hentar vel til söngs í góðra vina hópi. Lúther minntist þess að í æsku hafi
hann ásamt öðrum skólasveinum gengið hús úr húsi og sungið lög í fjórum
röddum um fæðingu jesúbarnsins í Betlehem.62 vel má ímynda sér að upp-
runi mótettunnar liggi í óformlegum stúdentasöng af því tagi.
ómögulegt er að segja til um hvernig mótettan barst frá Wittenberg
til íslands. ungir guðfræðingar víðs vegar að stunduðu nám í Wittenberg
og jena, og einhverjir þeirra hafa tekið heim með sér prentaðar bækur og
handrit eftir því hvar áhugi þeirra lá.63 Raunar virðist fátt um íslenska
stúdenta á þessum slóðum á árum küffers. oddur Gottskálksson og
ólafur Hallsson námu í Wittenberg nokkrum áratugum fyrr, og skömmu
eftir að A.R. 940/41 var ritað sátu þeir Gísli Gunnarsson, Henrik Gíslason,
Loftur skaftason, ólafur einarsson og Þorleifur Magnússon á skólabekk
í Rostock.64 Meðal skólameistara í skálholti á síðustu áratugum 16. aldar
voru nokkrir lærðir í Þýskalandi: sigurður jónsson var skráður í stúd-
entatölu við Rostock haustið 1575, sr. jón Guðmundsson lærði í Bremen og
kaupmannahöfn, og sr. oddur stefánsson, rektor 1590–1594 og 1596–97
og „með lærðustu prestum“, nam í kaupmannahöfn og Rostock.65 oddur
er sá eini úr þessum hópi sem heimildir geta um að hafi verið músíkmaður.
62 Leaver, Luther’s Liturgical Music, 26.
63 Margrét eggertsdóttir, „sautjándu aldar sólarsýn,“ Glíman 5 (2008): 220.
64 friederike Christiane koch, Untersuchungen über den Aufenthalt von Isländern in Hamburg
für den Zeitraum 1520–1662, Beiträge zur Geschichte Hamburgs 49 (Hamborg: verlag
verein für Hamburgische Geschichte), 49; Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár frá land-
námstímum til ársloka 1940 1–5 (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948–1952), 2,
348; 3, 398; 4, 36; 5, 182.
65 jón Halldórsson, Skólameistarasögur, 65, 71, 80; Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár 4,
20. sr. ólafur einarsson hafði einnig tengsl við skálholt því að hann var kirkjuprestur þar
1589–1590.