Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 66
GRIPLA64
sé Þorsteinn safnandinn, má spyrja hvort faðir hans, snorri Markússon
á Melum, komi eitthvað við sögu. sennilega mun snorri (d. 1313) hafa verið
of ungur til að geta komið að marki við sögu í Sturlungu, en er þó nefndur
í þjónustu frænda síns, vigfúsar Gunnsteinssonar, á staðarhóli, árið 1263.
vigfús fór með goðorð staðarhólsmanna og Reyknesinga.38
Á einum stað hafði þó Þorsteinn tækifæri til að koma að ætt sinni,
ætt Garðamanna. í Sturlungu er sérstakur kafli með ættartölum. Þar eru
taldir upp oddaverjar, sturlungar, Ásbirningar, svínfellingar, seldælir,
vatnsfirðingar og ætt Þorsteins rangláts sem eru einkum Hítdælir og
kolbeinsstaðamenn, ættir þeirra Þórðar narfasonar og Þorsteins sjálfs.
ekki er vitað hver samdi þennan ættartölukafla og valdi úr ættirnar, en
Björn M. ólsen gat þess til að sturla Þórðarson hefði viljað hafa ættartöl-
urnar með Sturlusögu og Íslendingasögu.39 sturla hefur þó varla tekið töl-
urnar saman; þær ná vart fram yfir 1240 enda vantar t.d. syni sæmundar
jónssonar í odda og syni Brands kolbeinssonar, en annar þeirra varð
tengdasonur sturlu. Þá vantar Hrafn oddsson og þó benda kannski ætt-
artölurnar helst til seldæla. segir afar rækilega frá þeim, og meira að segja
tekið fram í kafla um Ásbirninga hverjar voru fylgdarkonur sveinbjarnar og
kráks Hrafnssona af seldælaætt. sturla hefur ekkert átt við ættartölurnar
að öllum líkindum. safnandi mun hafa sleppt ættrakningu Haukdæla, enda
kom hann þeim fyrir í Haukdælaþætti, og ættrakningu skarðverja skráði
hann í Geirmundarþætti. ekki er líklegt að safnandi hafi annars breytt
miklu í ættartölukaflanum, en þó setti hann inn viðbætur um skarð-snorra
í ættartölum svínfellinga og seldæla og skaut inn fróðleik um móður ketils
Þorlákssonar. Þorsteinn kann að hafa skotið þessum viðbótum inn, en
hann hefur ekki nýtt færið og búið til sérstakan þátt um ættir Garðamanna.
Það afsannar auðvitað ekki aðild hans að samsteypunni. Þar segir mikið
frá Garðamönnum, Þórði Böðvarssyni og sonum, eins og nefnt var, og það
gat nægt Þorsteini. Auk þess kann hann að hafa samið verkið fyrir ver-
aldlega forkólfa af ættum kolbeinsstaðamanna eða skarðverja og það ráðið
áherslum, eins og komið skal að.
38 Lúðvík Ingvarsson, Goðorð og goðorðsmenn 3 (egilsstöðum: höfundur, 1986), 212–216.
39 Björn M. ólsen, „um sturlungu,“ 385; Sturlunga saga 2, útg. jón jóhannesson et al., xxv.