Gripla - 20.12.2012, Page 140
GRIPLA138
samvist: verið oss andligr faðir ok árnandi miskunnar við almáttigan
Guð, því at vér trúm því at þér munuð eigi minna hafa vald í andligu
lífi með Guði en nú hafi þér.“15
Þorlákur svarar engu í líkingu krists, eins og frásagnarmaður bendir
á. fyrir andlátið þyrstir Þorlák og er það jafnframt túlkað með vísun
til píslar sögunnar. Gissur biður hinn deyjandi Þorlák að gerast helgur
maður, árnaðar maður og milligöngumaður við Drottin. Gissur Hallsson
var framar lega í öllu sem gerðist eftir dauða biskupsins samkvæmt sögunni
og hélt ræðu yfir moldum hans sem skipar veglegan sess í lífssögunni. Því
mætti álykta að Gissur hafi mögulega hlutast til um helgun Þorláks og
samningu latínutextanna tveggja sem tengjast þeirri kirkjulegu embættis-
gjörð. undir lok greinarinnar er vikið nánar að sambandi lífssögu Þorláks
á latínu, Vita S. Thorlaci, og vitranarits Gunnlaugs, og reynt að svara því
hver hafi skrifað hið fyrrnefnda.
Rekjum áfram atburði þá sem leiddu til helgunar Þorláks. sumarið eftir
samtal þeirra Guðmundar ríður ormur capellanus ásamt öðrum klerkum
til alþingis með „bréf“ Brands biskups til Páls jónssonar skálholtsbiskups
og annarra höfðingja, eins og segir í A-gerð Þorláks sögu:
ormr prestr fór þess ørendis til alþingis um sumarit eptir [1198],
vegna Brands byskups, at segja hverjar jarteinir hǫfðu orðit af helgi
Þorláks byskups í þeim heruðum. [Brandr byskup] ... lét bera
fram bréf sín Páli byskupi ok ǫðrum hǫfðingjum, ok var þar á
vitnisburðr margra jarteina Þorláks byskups ... Þat var ráð manna
með orðsendingu Brands byskups at Páll byskup kvað þat upp
Pétrsmessudag [29. júní] í lǫgréttu, at ǫllum mǫnnum skyldu leyfð
áheit á hinn sæla Þorlák byskup.16
ormur hafði með sér til alþingis rit frá Brandi biskupi sem geymdi vitnis-
burð um jarteinir Þorláks. orðið „bréf“, sem dregið er af latneska lýsingar-
orðinu brevis, breve („stuttur, stutt“), merkir á þessum tíma skrif í styttra
lagi eða skjal, einnig skilaboð send á slíku skjali, þótt síðar verði þrengri
15 Ásdís egilsdóttir 2002, 187; sbr. 81.
16 sama rit, 85–86.