Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 138
GRIPLA136
og nokkru síðar, 20. júlí, voru bein hans tekin upp við hátíðlega athöfn
og færð inn í kirkjuna í skálholti. Á alþingi sumarið eftir var messudagur
Þorláks, 23. desember, í lög leiddur og lesnar upp jarteinir í lögréttu 29.
júní. fyrsta Þorláksmessan var haldin hátíðleg sama ár.11
Gunnlaugur Leifsson samdi um svipað leyti annað latínurit um íslensk-
an biskup, Vita sancti Johannis Holensis episcopi et confessoris, sem varðveitt
var enn svo seint sem á 15. öld í Benediktsklaustrinu á Munkaþverá í
eyjafirði samkvæmt eignaskrá þess frá 1429 (DI 4, 374). ekki er ólíklegt að
það hafi varðveist fram til siðaskipta, þótt nú sé það týnt. í prologus hinnar
norrænu þýðingar þess, Jóns sögu helga, stendur eftirfarandi: „Höfum vér
þessa frásögn (segir Gunnlaugr múnkr, siðugr maðr ok góðrar minn-
íngar, er látínu söguna diktat hefir) ... eigi af einni saman vorri ofdirfð
ok hvatvísi þetta verk upp byrjat, heldr at boði ok áeggjan verðligs herra
Guðmundar biskups.“12 Hér virðist sami háttur hafður á og við ritun
*Revelaciones Thorlaci episcopi, þ.e. að Gunnlaugur diktar á latínu að beiðni
Guðmundar sem þarna er titlaður biskup. samkvæmt því hefur lífssaga
jóns verið skrifuð seinna en vitranaritið um Þorlák, í fyrsta lagi 1201 þegar
Guðmundur var orðinn biskupsefni.13
frumkvæðið að helgun Þorláks skálholtsbiskups hefur komið af
norðurlandi. Guðmundur Arason var sérlega áhugasamur um dýrlinga og
helga dóma, svo sem lesa má í sögu hans. Annar klerkur sem átti veigamik-
inn þátt í helgun Þorláks var ormur eyjólfsson (d. 1205), fyrrverandi
capellanus eða kapelluprestur hans. sem slíkur hafði ormur þessi verið
hægri hönd biskupsins og ráðgjafi. í svokölluðum „oddaverjaþætti“, sem
er innskot í B-gerð Þorláks sögu, skiptir hann sér af hatrömmum deilum
11 fyrst árið 1237 var Þorláksmessa á sumri í lög leidd á beinadegi Þorláks.
12 Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878 1, 216. í D-gerð Guðmundar sögu er vísað í sama
stað í þessum prologus en með öðru orðalagi: „þat efni tók hann upp í fyrstu fyrir bæn eða
boð virðuligs herra Guðmundar Hólabiskups“ (Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878 2,
31). Hér virðist sama latneska setningin þýdd með öðrum orðum svo líklega hefur skrifari
D-gerðarinnar unnið beint með latínutexta, annaðhvort með Vita sancti Johannis eða lífssögu
Guðmundar á latínu eftir Arngrím.
13 Þegar Guðmundur var orðinn biskup og stóð í deilum við höfðingja á norðurlandi slettist
einnig upp á vinskap þeirra Gunnlaugs; sbr. Guðmundar saga A (Guðbrandur vigfússon et
al. 1856–1878 1, 465, 502), og Guðmundar saga D (Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878
2, 31). Guðmundur bannaði Gunnlaugi að syngja nýortar Ambrósíustíðir sínar (nova historia
sancti Ambrosii) í Hólakirkju skv. D-gerð Guðmundar sögu (Guðbrandur vigfússon et al.
1856–1878 2, 77). Atburðurinn virðist hafa gerst áður en Guðmundur var hrakinn frá Hólum
1209; sjá einnig katrín Axelsdóttir 2005, 337–349.