Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 83
81
í Sturlungu.83 Þeir feðgar á kolbeinsstöðum, herra Þorlákur narfason og
herra ketill, gengu ekki í þjónustu kirkjunnar og hafa vafalaust kunnað að
beita vopnum. Það kunni sjálfsagt bróðursonur Þorláks, ormur snorrason
á skarði, sem tók þátt í Grundarbardaga 1361 og fékk að fara þaðan eftir
ósigur með „flestöll tygi“. Hertygi á þeim tíma voru m.a. sverð, spjót,
hjálmar og hringabrynjur. undir aldarlok báru tygjaðir menn pansera,
járnhetti og vopnahanska.84 frá því segir að sonur orms tók mann einn til
fanga og var hann höggvinn 1385, eftir dómi sem ormur nefndi.85 Menn
sem stóðu í slíkum stórræðum þurftu að hafa vopnaða menn á sínum
snærum. undir lok 14. aldar mun hafa farið að tíðkast að sýslumenn hefðu
vopnaða sveina í sinni þjónustu. Hernaðarandinn lifði áfram, þótt eiginleg
stríð væru úr sögunni, og skarðverjar, sem hafa þó á sér friðsemdarorð í
fræðiritum, munu hafa talið sjálfsagt og eðlilegt að kunna að beita vopnum.
Þeim þótti vafalaust gott og gagnlegt að geta vísað til forfeðra og frænda
sem voru ófeimnir við að beita vopni þegar þurfa þótti.
Það má vel hugsa sér að Þorsteinn böllóttur, bróðir á Helgafelli, hafi
tekið að sér fyrir íslensku hirðina að velja kafla úr gömlum ritum um
sögu 12. og 13. aldar og skeyta þeim saman þannig að gagnast mætti
aristókratíunni. slík tilmæli kunna að hafa komið frá herra katli
Þorlákssyni. ekki kemur þá á óvart að bætt skyldi í safnið lofsamlegum
ummælum um Gissur Þorvaldsson, hinn æðsta fulltrúa konungs, fyrirrenn-
ara ketils og frænda.
varað skal þó við þeirri skoðun að aristókratían íslenska hafi ætíð staðið
saman. Því fór víðs fjarri, og ketill Þorláksson deildi við Loft Þórðarson,
víst um sýsluvöld, svo að dæmi sé tekið.86 Hins vegar stóð þessi hópur
líklega saman um sameignlega hagsmuni sína og varði þá út á við, svo sem
að íslendingar skyldu gegna embættum á íslandi, ekki útlendingar. en
innbyrðis voru átök og sífellt þurfti að sanna sig, minna á ágæti sitt og ætt-
göfgi. störf sýslumanna voru ekki mörg en margir um hituna.
Hér hefur verið nefndur hugsanlegur frumkvöðull þess að Sturlunga,
í gerð Króksfjarðarbókar, var tekin saman. Þetta er tilgáta, byggð á líkum.
83 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 431, 439; 2, 40.
84 Islandske Annaler indtil 1578, útg. Gustav storm (ósló: Det norske historiske kildeskrift-
fond, 1888), 408–410, 424 (Flateyjarannáll).
85 einar G. Pétursson, „Góði maðurinn Þórður,“ Véfréttir sagðar Vésteini Ólasyni fimmtugum,
14. febrúar 1989, ritstj. svavar sigmundsson (Reykjavík: [s.n.], 1989), 27–29.
86 Axel kristinsson, „embættismenn konungs fyrir 1400,“ 137.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ