Gerðir kirkjuþings - 1978, Síða 12
9
4. gr.
Þegar sókn er skipt og tekin upp ný sókn eða sóknarmörk
færð til (skv. 3. gr.), skulu fjárhagsleg skipti sóknanna
miðast við hlutfallslegan fjölda þess sóknarfólks, sem
breytingin tekur til. Verði ágreiningur um skiptin skal
ráðherra, ef honum berst krafa þar um, skipa tvo menn í
nefnd með prófasti, og skera úr um ágreiningsefni að
fengnum tillögum þeirrar nefndar.
5. gr.
Þegar sókn er aflögð skulu eignir hennar eða andvirði þeirra
renna til þeirrar sóknar eða sókna, sem sóknarfólk hinnar af-
lögðu sóknar hverfur til, og skiptast á milli þeirra í réttu
hlutfalli við fjölda sóknarfólks, er hverri sókn bætist.
Nú eyðist sókn af fólki og skulu þá eignir hennar varðveittar
af prófasti, en lausafé ávaxtað í Hinum almenna kirkjusjóði.
Verði aflögð sókn endurreist og veitt sóknarréttindi að nýju
og héraðsfundur samþykkir það, á sókn sú rétt til þeirra
eigna, sem prófastur hefur varðveitt eða ávaxtaðar hafa verið
í Hinum almenna kirkjusjóði.
Þar sem sókn hefur verið aflögð vegna sameiningar við aðra
sókn eða sóknir eða vegna þess, að hún eyðist af fólki, er
heimilt að gera kirkjuna að greftrunarkirkju.
II. KAFLI.
Um sóknarfólk.
6. gr.
Sóknarfólk eru allir þeir, sem skírn hafa hlotið og eru
skráðir í þjóðkirkjunni.
Um skráningu óskírðra í þjóðkirkjuna fer að öðru leyti
eftir ákvæðum laga um trúfélög nr. 18/1975.
7. gr.
Sóknarfólk nýtur réttinda og ber skyldur, þar sem það átti
lögheimili næstliðinn 1. desember. Það á rétt á kirkjulegri
þjónustu í sókn sinni, þátttöku í guðsþjónustum og almennu
safnaðarstarfi og hefur kosningarrétt og kjörgengi á safnaðar-
fundum, þegar það hefur náð 17. ára aldri.
Sóknarfólki er jafnframt skylt að hlíta samþykktum aðalsafn-
aðarfunda og þeim skyldum öðrum, sem eru eða á verða lágðar
með lögum.