Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 14

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 14
11 IV. KAFLI. Um sóknarnefndir. . gr. 1 hverri sókn er sóknarnefnd, sem annast framkvæmdir, gætir réttinda viðkomandi sóknar og sóknarfólks og ber ábyrgð á kirkjulegu starfi í sókninni ásamt sóknarpresti eða prestum. 13. gr. Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknum, sem eru fámennari en 300, ella 5. Þegar sóknarfólker orðið 1000, skal kjósa 2 menn til viðbótar í sóknarnefnd og enn 2 menn, þegar fjöldi sóknarfólks hefur náð 4000. Kjósa skal jafn marga varamenn, sem taka sæti í forföllum aðalmanna. 14. gr. Sóknarnefnd er kosin til fjögurra ára. Á fyrsta aðalsafnaðar- fundi eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknar- nefnd eftir þeim í öllum sóknum. Að tveimur árum liðnum skal minnihluti kjörinna nefndarmanna, svo og varamenn ganga úr nefndinni, og ræður hlutkesti, en hinn hlutinn að fjórum árum liðnum. Samkvæmt þessu fara síðan ávallt hinar tvær deildir nefndarmanna frá annaðhvort ár á víxl. Sóknarfólk, sém orðið er sextugt að aldri, má skorast undan kosningu. Enginn er skyldur að taka aftur kosningu, fyrr en liðinn er jafnlangur txmi og hann hafði áður verið í nefndinni. 15. gr. Hver sóknarnefndarmaður skal hafa ákveðið verksvið innan sóknar og fá erindisbréf, sem kynnt er á aðalsafnaðar- fundi, áður en kjör hans fer fram. I erindisbréfi skal nánar kveðið á um þau sérstöku verksvið, sem hann hefur umsjón með í safnaðarstarfi. Að öðru leyti skal sóknarnefnd skipta með sér verkum for- manns, gjaldkera og ritara, þegar eftir kjör í sóknar- nefnd og skipa þeir framkvæmdarnefnd, þegar sóknarnefnd- armenn eru fleiri en fimm. 16. gr. Formaður boðar fundi í sóknarnefnd og stýrir þeim. Fundur er lögmætur, ef 2/3 sóknarnefndarmanna sitja hann, enda hafi hann verið boðaður með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Sóknarnefnd skal gefa sóknarpresti kost á að sækja sóknar- nefndarfundi. Sóknarprestur og aðrir starsmenn sókna skulu starfa með sóknarnefnd.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.