Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 27
24
eru á kirkjustefnu til 4 ára. Biskup er oddviti ráðsins.
9. gr. ^
Biskupsdæmisráð hefur yfirumsjón með málum biskupsdæmisins og úr-
skurðar um ágreiningsefni frá héraðsfundum.
10. gr.
Biskupsdæmisráð ber ábyrgð á fjármálum biskupsdæmisins.
11. gr.
Biskup kallar biskupsdæmisráð saman til fundar, þegar þurfa þykir,
og eigi sjaldnar en þrisvar á ári.
12. gr.
Biskupsdæmisráð fær greidda úr ríkissjóði reikninga fyrir vinnu og
útlagðan kostnað, sem ráðherra samþykkir.
IV. KAFLI.
Um biskupa.
13. gr.
Biskup Islands situr í Reykjavík.
Skálholtsbiskup situr í Skálholti.
Hólabiskup situr á Akureyri með aðstöðu til dvalar á Hólum. Með
tilskipun forseta Islands má að tillögu ráðherra ákveða biskupssetur
á Hólum, enda mæli meirihluti þjónandi bjóðkirkjupresta og formanna
sóknarnefnda biskupsdæmisins með bví og jafnframt verði biskupi búin
þar eðlileg ytri starfsskilyrði.
14. gr.
Biskup Islands fer með yfirstjón sameiginlegra mála þjóðkirkjunnar
og kemur fram fyrir hennar hönd út á við bæði gagnvart stjórnvöldum
og erlendum aðilum í málum, sem varða kirkjuna í heild. Hann getur
þó falið öðrum biskupum að koma fram fyrir hönd kirkjunnar. Biskup
Islands hefur eðlilegt samráð og samstarf við hina biskupana um
ákvörðun mála.
Biskupar fara hver með sármál biskupsdæmis síns. Þeir vígja presta
og kirkjur og hafa tilsjón með kristnihaldi hver í sínu biskupsdæmi,
hafa yfirumsjón með öllu kirkjulegu starfi þar og setja fram tillögur,
umsagnir og álitsgjörðir um hvaðeina það, er varðar biskupsdæmi
þeirra sérstaklega. Þeir setja próföstum, prestum og sóknarnefndum
erindisbréf. Þeir vísitera presta og söfnuði biskupsdæmis síns eigi
sjaldnar en á fimm ára fresti.
I5. gr.
Biskupsstofa skal vera í Reykjavík. Þar hafa kirkjubing og kirkjuráð
einnig aðsetur. Biskupsstofa annast afgreiðslu sameiginlegra mála
kirkjunnar, einnig mál kirkjubings og kirkjuráðs svo og sérmála
Reykjavíkurbiskupsdæmis.
Skálholts- og Hólabiskupar hafa ekki sjálfstæða skrifstofu, en heimilt
er þeim að ráða sér fulltrúa. Þeir bera ábyrgð á guðsþjónustum í
dómkirkjum biskupsdæmis síns, Um kirknaeignir og kirkjulega sjóði
gildir sú regla, að eignir og sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskups-
dæmi, heyra undir biskup þess , en aðrar eignir og sjóðir skulu lúta
vörzlu og reikningshaldi biskupsstofu. Kirkjuþing ráðstafar fé úr
sjóðum þessum og kveður á um ráðstafanir kirkjueigna þeirra, sem
hér um ræðir, enda mæli lög, skipulagsskrár og aðrir löggerningar
því eigi í gegn.
16. gr.
Þegar biskup vígir kirkju, gefur hann út vígslubréf, þar sem lýst
er kirkjunni og getið gripa hennar, eigna og réttinda. Þar skal þess
og getið, hversu mikilli þjónustu kirkjan á rétt á árlega, svo og hver