Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 34
31
17. gr.
Nú losnar biskupsembætti í þjóðkirkjunni. Skal þá ráðherra
láta fara fram biskupskjör og sé því lokið innan þriggja
mánaða frá því, er embætti losnaði eða fráfarandi biskupi
var veitt lausn.
18. gr.
Kosningarrétt við kjör biskups íslands hafa Skalholts- og
Hólabiskupar, allir prófastar landsins, fastir kennarar
við guðfræðideild Háskóla Islands, sem kjörgengir eru til
biskupskjörs og starfandi þjóðkirkjuprestar innan biskups-
dæmisins.
Kosningarrétt við kjör Skalholts- og Hólabiskupa hafa
biskupar og prófastar og starfandi þjóðkirkjuprestar
innan biskupsdæmisins.
Leikmönnum sé með reglugjörð tryggð þátttaka í biskups-
kj öri.
Kjörgengir til biskupsembættis eru allir þeir, sem rétt
hafa til prestsembættis í þjóðkirkjunni.
19. gr.
Kosning skal vera leynileg og skrifleg, og tilnefnir
kjósandi einn mann sem biskupsefni. Undirbúning og fram-
kvæmd kosningarinnar skal ráðherra fela kjörstjórn, er
skipuð sé ráðuneytisstjóra kirkjumálaráðuneytisins sem
formanni, einum manni tilnefndum af stjórn Prestafélags
Islands og einum tilnefndum af ráðherra. Nánari ákvæði
um kosningarnar setur ráðherra með reglugjörð.
20. gr.
Réttkjörinn biskup er sá, sem fær yfir helming greiddra
atkvæða. Nú fær enginn það atkvæðamagn, og skal þá kosið
aftur milli þeirra þriggja, er flest atkvæði fengu. Sá
er þá rétt kjörinn, er flest atkvæði fær. En verði atkvæði
þá jöfn veitir ráðherra embættið einhverjum þeirra þriggja,
sem atkvæðahæstir eru.