Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 36

Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 36
33 7. gr. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt prestar préfastsdæmisins og formenn sóknarnefnda. Aðrir þeir, sem rétt eiga á setu í safnaðarráði, hafa þar málfrelsi og tillögurétt. 8- gr. Prófastur heldur héraðsfundi og boðar skriflega með hálfs mánaðar fyrirvara. Með fundarboði skal senda-dagskrá og nauðsynleg gögn, er. ræða skal og taka til afgreiðslu. Fundur er lögmætur, ef rett er til hans boðað. 9. gr. Héraðsfund skal halda fyrir 15. júní ár hvert. Þar leggur profastur fram endurskoðaða reikninga fyrir síðasta starfsár. Þar eru^fjarmal prófastsdæmisins rædd og gjörð sérstök grein fyrir starfi siðasta árs. 10. gr. Prófastur boðar a\J<ahéraðsfund, ef þurfa þykir. Skylt er honum að boða slíkan fund, ef 1/4 hluti atkvæðisbærra fundarmanna óskar þess. H. gr. Hver fundarmaður á rétt á að bera upp á héraðsfundi sérhvað það, er lýtur að kirkjulegum málum og skipan þeirra í prófastsdæminu. Þeim málum, er snerta stiftið allt e'ða þjóðkirkjuna í heild, skal visa til kirkjustefnu. 12 - gr. Héraðsfundi er heimilt að ráða starfsmenn til ákveðinna starfa innan prófastsdæmisins. !3. gr. __ _ Héraðsfundur kýs starfsnefndir. Sé starfsnefnd í tengslum við ser þjónustu prests , er hann sjálfkjörinn formaður hennar. i4.gr. Héraðsfundur kýs prófastsdæmisráð, sem er skipað leikmanni og presti auk prófasts. Í5. gr. Leikmenn á héraðsfundi kjósa fulltrúa úr sínum hópi á.kirkjustefnu stiftsins. Þeir séu jafnmargir og prestar prófastsdæmisins. Kosning fari þannig fram, að helmingur fulltruanna sé kosinn annaðhvort ar til 4 ára. Þeir hafa kosningarréttt til biskupskjörs, gefa^umsögn til biskups um hvern skuli skipa prófast, og umsögn til ráðherra um skipan presta í prófastsdæmið. 16 . gr. Héraðsfundur ákveður breytingar á starfsskipan prófastsdæmisins.eftir tillögum prófastsdæmisráðs, enda liggi fyrir samþykki viðkomandi starfsmanna. 17 . gr. ^ Ef héraðsfundarmenn, sem hlut eiga að máli, greinir á við meiri hluta fundarmanna, þá er þeim heimilt að leita úrskurðar biskupsdæmisráðs. Sé sá úrskurður samhljóða samþykkt héraésfundar, tekur hann gildi, annars sé hann borinn upp á næsta héraðsfundi, og gildir þá endanlega atkvæðagreiðsla um málið. III. KAFLI. Um prófastsdæmisráð. 18. gr. Prófastur situr í prófastsdæmisráði ásamt leikmanni og presti, sem kjörnir eru á héraðsfundi til 4 ára. Prófastur er oddviti ráðsins.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.