Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 42
39
1978
11. kirkj_u_^ing
8 . mál
Erumvar^
ti_l Aa£a_uH! s_öngmá_la£tj_óra_o_g TönskójLa_þj_óðk_ir,kjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Ján Einarsson.
1- gr.
Söngmálastjóri starfar innan þjóðkirkjunnar. Skal hann hafa sérmenntun
í orgelleik, lítúrgíu og kórstjórn.
Kirkjumálaráðherra skipar söngmálastjóra að fenginni tillögu biskups
Islands. Laun hans, svo og embættis- og ferðakostnaður, greiðast
úr ríkissjóði.
2’
Söngmálastjóri hefur með höndum yfirumsjón og skipulagningu kirkju-
söngs innan þjóðkirkjunnar. Hann heldur námskeið með kirkjuorganistum,
leiðbeinir þeim í orgelleik, söngkennslu og söngstjórn og aðstoðar
þá við stofnun kirkjukóra. Hann skal eftir því sem við verður komið
heimsækja kirkjukóra og organista og vera þeim í hvívetna til leið-
beiningarog hvatningar um kirkjusöng. Hann hefur jafnframt samstarf
við sóknarpresta og sóknarnefndir og er þeim til aðstoðar við ráðningu
organista og útvegun og val kirkjuhljóðfæra.
Biskup Islands setur í erindisbréfi nánari ákvæði um starf söngmála-
stjóra.
3. gr.
Heimilt er biskupi Islands, með samþykki ráðherra og að fengnum
tillögum söngmálastjóra, að ráða 2 menn til aðstoðar við raddþjálfun,
kennslu o.fl. Biskup Islands setur þeim erindisbréf í samráði við
söngmálastjóra.
4. gr.
Þjóðkirkjan starfrækir tónskóla, sem söngmálastjóri veitir forstöðu.
Skal skólinn vera búinn nauðsynlegum hljóðfærum, svo sem pípuorgeli
og píanói til kennslu og æfinga.
Hlutverk tónskólans er að veita verðandi kirkjuorganistum menntun
í orgelleik, söngstjórn, raddþjálfun, lítúrgíu, tónfræði, hljómfræði,
tónheyrn og öðru því, er að kirkjutónlist lýtur.
Skólanefnd skipa 3 menn: Starfandi prestur tilnefndur af biskupi
Islands, kennari í messusöng við Háskóla Islands og maður tilnefndur
af kirkjumálaráðherra.
Nánari ákvæði um hlutverk skólans og starfrækslu skulu sett í reglu-
gj örð.
Kostnaður við stofnbúnað og rekstur tónskólans greiðist úr ríkissjóði.
_5 . gr ._
Þeir sem æskja inngöngu í Tónskóla þjóðkirkjunnar, skulu hafa hæfi-
leika til tónlistarnáms. Þeir skulu hafa meðmæli sóknarprests síns.
6. gr.
Lokapróf frá Tónskóla þjóðkirkjunnar veitir réttindi til organista-
starfa og tónmenntakennslu.