Gerðir kirkjuþings - 1978, Page 62
59
6. gr.
Nú er ekki óskað eftir almennum kosningum sbr. 5. gr. og
skal þá prófastur senda biskupi afrit af gerðabók kjör-
mannafundar ásamt staðfestingu þess að niðurstöður hafa
verið kynntar sbr. 4. gr.
Biskup sendir kirkjumálaráðherra niðurstöður kjörmanna-
fundar ásamt umsögn sinni.
Ráðherra veitir þeim embættið sem hlotið hefur bindandi
val en ákvarðar að öðrum kosti veitingu að fenginni umsögn
biskups.
II. KAFLI.
Um köllun.
7. gr.
Heimilt er kjörmönnum að kalla prest.
Ef 3/4 kjörmanna prestakallsins eru einhuga um að kalla
tiltekinn prest eða guðfræðikandidat án umsóknar, gera
þeir prófasti viðvart um það í tæka tíð, en hann tilkynnir
biskupi, sem felur þá prófasti að boða kjörmenn presta-
kallsins á sameiginlegan fund innan viku og er þá embættið
eigi auglýst.
Samþykki 3/4 kjörmanna að kalla tiltekinn mann til embættis-
ins, sem lögum samkvæmt á rétt til prestsembættis í íslenzku
þjóðkirkjunni, skal biskup birta köllunina þeim presti eða
kandidat, sem í hlut á. Taki hann köllun, skal veita honum
embættið tímabundið en eigi lengur en til fjögurra ára £
senn.
III. KAFLI.
Um kosningu.
8. gr.
Jafnskjótt og prófastur hefur fengið í hendur óskir frá
lögmætum fjölda atkvæðisbærra manna í prestakallinu um
almenna kosningu sbr. 5. gr. skal hann hefja kosningar-
undirbúning.
Biskup ákveöur í samráði við prófast hvenær kosning skuli
fara fram. Biskup annast prentun kjörseðla. Sendir hann
prófasti hæfilegan fjölda kjörseðla er sendir síðan kjör-
stjórnum. Á kjörseðla skal prenta nöfn umsækjenda í staf-
rófsröð.