Gerðir kirkjuþings - 1978, Qupperneq 71
68
þjóðkirkjunnar og hefði þar forræði um framkvæmdir og starf-
rækslu.
Að fleiru ber þó að hyggja. Hinn 16. nóvember 1907 voru
staðfest lög um sölu kirkjujarða. Andvirði seldra kirkju-
jarða og ítaka átti að leggja í sórstakan sjóð, er nefndist
Kirkjujarðasjóður og stóð beint undir landsstjórnina. í
þennan sjóð átti enn fremur að leggja peningaeign presta-
kalla. Eign Kirkjujarðasjóðsins bar svo að ávaxta sem
óskerðanlegan höfuðstól og árlega að leggja við innstæðuna
5% af árstekjunum, en að öðru leyti runnu vextirnir í Prest-
launasjóð til að launa sóknarpresta þjóðkirkjunnar. I Prest-
launasjóð rann líka eftirgjald af fasteignum prestakallanna,
arður af ítökum og prestsmata, svo og sóknartekjur o.f1.
Við setningu laga nr. 35, 9. max 1970 varð á þessu breyting
er Kristnisjóður var stofnaður og Kirkjujarðasjóður látinn
renna í hann, auk þess sem ákveðið var að þaðan af ætti
andvirði seldra kirkjujarða, annarra en prestssetursjarða,
að renna í Kristnisjóð. Kirkjuráð hefur á hendi umsjá og
stjórn Kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir kirkjuþingi á stjórn
hans.
Af þessu má álykta að kirkjujarðir séu áfram eign þjóð-
kirkjunnar þó að öll umsjá þeirra sá í höndum jarðeigna-
deildar landbúnaðarráðuneytisins og þeim ráðstafað án þess
að kirkjan hafi þar um íhlutunarrétt að skráðum lögum.
Greinarmunur er gerður á ríkisjörðum og kirkjujörðum. Það
kom síðast fram í dómi Hæstaréttar nú fyrir skömmu í deilu
um Kárastaði í Þingvallasveit, þar sem Hæstiréttur taldi
ástæðu til að taka sérstaklega fram £ forsendum dóms, að
Kárastaðir séu kirkjujörð.
Að svo stöddu viljum við ekki reyna að skilgreina hugtakið
kirkjujörð til hlítar. Ljóst er, að það tekur til allra
jarða, sem einstökum kirkjum voru gefnar þeim til viðhalds,
tekna og endurbyggingar, svo og beneficium, sbr. greinargerð
síra Gxsla Brynjólfssonar með skrá yfir seldar kirkjujarðir
1876-1964. I þá skrá er okkur tjáð að kristfjárjarðir vanti
en væntanlega ber að telja þær til kirkjueigna ef ekki
kirkj uj arða.
Við teljum nauðsynlegt að unnið verði áfram að þvi verkefni
sem okkur var falið. Rétt er að gerð verði skrá yfir allar
þær jarðir, sem í dag eru taldar kirkjujarðir. Jafnframt er
nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir hverjar voru
taldar eignir kirkjunnar 1907 er margvísleg löggjöf um
kirkjumálefni var sett. Á grundvelli þessara athugana er