Gerðir kirkjuþings - 1978, Side 74
71
þing og kirkjuráð. Það mál, eins og fleiri þingmál, hlaut
fyrst og fremst að koma til kasta kirkjumalaráðherra um
atbeina, þ.e. flutning og framgang á Alþingi. Ekki kom til
þess að þetta færi fyrir Alþing og bíður það annars tíma,
svo sem margt annað.
4. mál, þingsályktunartillaga um innheimtu á andvirði
seldra kirkjueigna ásamt vöxtum. Þeirri tillögu var visað
til þeirrar nefndar, sem kjörin var 1 annað mál þingsins.
5. mál, tillaga til þingsályktunar um altarissakramentið,
hlaut þá afgreiðslu þingsins , að mælst var til þess við
biskup, að hann hlutaðist til um, að gefnar væru út leið-
beiningar um meðferð altarissakramentisins, kvöldmáltíðar-
efni o.f1. er að því lýtur. Ekki hafa slíkar leiðbeiningar
enn verið sendar út, en nokkru fyllri bendingar um þetta
en verið hafa í handbókum áður, eru í þeim "Drögum að
tillögu til Messubókar", sem lögð var fram á prestastefnu
1976. Samkvæmt samþykkt prestastefnunnar í fyrra er nú
starfandi nefnd, sem á að fylgjast með notkun bessarar
messubókar-tillögu og safna gögnum um viðbrögð presta og
safnaða.
Þetta mál er þvi á dagskrá, ásamt öðru í messunni og
athöfnum kirkjunnar. Það þarf að skoðast í heild og í sam-
hengi hvað við annað. Það er orðið meira en tímabært að
þetta endurskoðunarmál verði falið starfhæfri nefnd með
umboði til þess að skila því af höndum til fullnaðarsam-
þykktar innan skamms tíma.
6. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um biskups-
kjör. Hafði það mál verið afgreitt áður með ósk um, að
það væri lagt fyrir prestastefnu til umsagnar. Nú er það
ein af tillögum Starfsháttanefndar að leikmönnum skuli
með reglugerð tryggð þátttaka í biskupskjöri og þar sem
prestastefnan hefur ekki gert athugasemd við þetta í sinni
rækilegu umfjöllun um þetta álit, verður að telja, að
prestastefnan hafi látið skoðun sína í ljós í bessu máli,
svo að það atriði þurfi ekki að vera til fyrirstöðu í þvi
að koma þessari breytingu fram, ef aðrar forsendur eru
fyrir hendi.
7. mál, tillaga til þingsályktunar um sjónvarpsefni.
Vilhjálmur Hjálmarsson, kirkjuráðsmaður og þáverandi
menntamálaráðherra, upplýsti £ umræðum um þetta mál, að