Són - 01.01.2008, Side 11

Són - 01.01.2008, Side 11
SÚLAMMÍT OG SIGRÚN VALKYRJA 11 Hitt títtnefnda dæmið er úr Helgakviðu Hundingsbana, þeirri sem síðar stendur í Konungsbók Eddukvæða og er því greind frá annarri samnefndri sem Helgakviða II.5 Þar er komið sögu að Helgi er fallinn en ekkja hans og barnsmóðir, valkyrjan Sigrún, harmar missi sinn: 38 Svo bar Helgi af hildingum sem íturskapaður askur af þyrni eða sá dýrkálfur döggu slunginn er öfri fer öllum dýrum og horn glóa við himin sjálfan. Hér lifnar mynd hjartarins unga til að spegla í einni leiftursýn þroska- sögu hetjunnar með því að kálfurinn fagri ummyndast í hornum krýnt og drottnandi karldýrið.6 Rétt eins og norrænum skáldum og mælskumönnum gátu af sjálfs- dáðum hugkvæmst hómerskar líkingar, þá var sú list ekki heldur ofvaxin stílsnillingum Biblíunnar. Um það er eitt dæmi eiginlega sjálfkjörið, Ljóðaljóðin, 4:1–2:7 5 Fylgt útgáfu Gísla Sigurðssonar: Eddukvæði (Íslands þúsund ár), Reykjavík (Íslensku bókaklúbbarnir) 2001, bls. 193–208, nánar vísað til með erindatölum (aðeins vísað í erindi sem flestar útgáfur tölusetja eins). 6 Horn hjartardýra koma með kynþroskanum, ungviðið (og kvenkynið nema hreinkýr) kollótt, ólíkt þeim hornavexti sem Íslendingar þekktu af lömbum sínum, kiðum og kálfum. Ég get þó ekki lesið í horn dýrkálfsins þá íslensku vanþekkingu að hugsa sér horn hans vaxa eins og á lambi, enda fátt íslenskt í náttúru Helgakviðu (eða hetjukvæðanna yfirleitt). Sé hún öll ort á Íslandi, þá er hún verk fólks sem fyrirhafnarlaust kann að sviðsetja útlenda náttúru með skógartrjám og hjartardýrum þar sem ernir sitja „á asklimum“ þegar kvöldar (rétt eins og „örn í furutoppi sefur“ hjá Grími). „Sá, sem svo kvað, hlýtur að hafa dvalizt langdvölum utan Íslands, hvar sem kvæðið sjálft er ort“ (Einar Ólafur Sveinsson, Íslenskar bók- menntir í fornöld, I, Reykjavík (AB) 1962, bls. 260). En þroskasagan, hvernig hin unga hetja finnur sjálfa sig, er miðlægt viðfangsefni í hetjukvæðum, bæði Helga- og Sigurðarkvæðum. 7 Þ.e. 1. og 2. vers 4. kapítula. Raunar endurtekið í 6. kapítula; í Ljóðaljóðunum er talsvert um tví- og margtekningar en hér verður hvergi vísað á nema einn stað þótt sama líking sé notuð víðar. Textinn er, hér og framvegis, úr Biblíu 21. aldar. Fyrri þýðing er á köflum heldur orðfleiri og ívið lengra seilst eftir skáldlegri hrynjandi: Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus meðal þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.