Són - 01.01.2008, Síða 16

Són - 01.01.2008, Síða 16
HELGI SKÚLI KJARTANSSON16 Og hvað með það? Er ekki eðlilegt að góð skáld fái góðar hug- myndir, og þá sömu hugmyndirnar þegar svo vill verkast? Jú, víst getur það verið eðlilegt, vel hugsanlegt að einhver líkindi með Helgakviðu og Ljóðaljóðunum verði til án nokkurra textatengsla eða áhrifa, hvorki frá öðru kvæðinu á hitt né frá sameiginlegri fyrir- mynd. Þá er það kannski einmitt í máli hinnar stórbrotnu og elskandi valkyrju sem vænta má líkinga við tilfinningaþrunginn ástarkveðskap Gamla testamentisins. Líkindin eru þó allveruleg og mjög af því tagi sem oft er bent á til vitnis um áhrif eins texta á annan. Svo að spurn- inguna um áhrif hljóta þau að vekja. Það er spurning sem ég tel enga leið að svara með neinni vissu, heldur verði bara að lifa með óvissunni, taka báða möguleikana með í hvern reikning. Hvort ég reikna fremur eða síður með áhrifum – þ.e. hvort ég met líkurnar á þeim yfir eða undir 50% – það kemur málinu eiginlega ekki við. Ég kann enga aðferð við slíkt mat sem lesendur greinarinnar þurfi að taka gilda. Og jafnvel þótt lesendur féllust á að telja annan kostinn mun líklegri en hinn – kannski 60 eða 70% á móti 40 eða 30 – dygði það ekki til að slá honum föstum, ganga út frá honum framvegis en afskrifa hinn.13 Nei, engu að síður yrði að miða við báða möguleikana, hugsa hvað eina eftir tveim mögulegum brautum. Af spurningunni um áhrif hljóta að kvikna tvær nýjar: Hve gömul er eiginlega Helgakviða? Og hve snemma höfðu ný-kristnir Norðurlandabúar kynnst Ljóðaljóðunum að því gagni að hug- myndir þeirra og orðalag gæti farið að síast inn í þjóðtungu- kveðskapinn? Líkurnar fyrir textatengslum eru út af fyrir sig rök fyrir ungum aldri kviðunnar og skjótum kynnum af Ljóðaljóð- unum. Hins vegar myndu önnur rök fyrir háum aldri Helgakviðu eða seinum kynnum af Ljóðaljóðunum benda til þess að ekki sé um áhrif að ræða. 13 Ef við hefðum það að reglu í bókmenntafræðinni að 70% líkur dygðu til að draga ályktun eða fallast á kenningu, þá væri býsna varhugavert að byggja eina ályktun á annarri. Ef hægt er að telja 70% líkur til að kenning A standist, og að henni gefinni 70% líkur á að kenning B sé rétt, þá þýðir það í rauninni að kenning B sé ekki síður röng en rétt (ekki nema 49% líkur á að hún sé rétt af því að 70% af 70% eru 49%). Hvað þá ef svo er haldið áfram með kenningu C o.s.frv.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.