Són - 01.01.2008, Page 26

Són - 01.01.2008, Page 26
HAUKUR ÞORGEIRSSON26 lega. Jón hefur aðeins fáeinar leiðréttingar, en til vandræða er að þær eru ekki alltaf auðkenndar. Hann skeytir ekki um hljóðdvalarlög- málið og prentar til dæmis „Digran hafði stumir staf“ þótt „stum“ væri stutt atkvæði að fornu og því bragfræðilega vafasamt á þessum stað. Fyrsta heildarútgáfa rímnanna birtist 1896 í riti Finns Jónssonar, Fernir forníslenskir rímnaflokkar. Þar hefur Finnur samræmt stafsetningu handritsins að því sem hann taldi sig næst geta komið máli rímna- skáldsins.3 Þar sem honum þykir vafi geta leikið á lestri og þar sem hann hefur leiðrétt handritið prentar hann þó stafrétt texta þess neðanmáls. Finnur gengur miklu lengra í að leiðrétta handritið en Jón gerði átta árum áður, stundum á bragfræðilegum forsendum en stund- um merkingarlegum. Til dæmis prentar Jón athugasemdalaust Þórs- kenninguna „skessu vinr“ sem Finnur leiðréttir í „skessu dólgr“. Stundum yrkir Finnur upp heilu vísuorðin. Þar sem handritið hefur „furdulegann bar fulan þef. er fyke j hellis skuta.“ prentar Finnur „furðu-lángt bar fúlan þef / úr fylki hellis-skúta“.4 Útgáfa Finns endur- speglar anda sinnar tíðar en Finnur og samtímamenn hans höfðu mikla trú á getu fræðimanna til að leiðrétta varðveitta texta í átt til betra og upprunalegra horfs. Finnur gaf rímurnar aftur út í fyrsta bindi Rímnasafns (1905–1912). Þar er prentað stafrétt eftir handritinu. Flestum leiðréttingunum úr fyrri útgáfunni er haldið en ekki öllum. Sumum hinna djörfustu er sleppt en þó er mörgum haldið sem mega þykja býsna djarfar, til dæmis verður vinr sem fyrr dólgr. Á einstaka stað hefur Finnur lesið handritið öðruvísi en áður og munar þar mest um fyrstu vísuna. Árið 1938 birtist eina handrit rímnanna, Staðarhólsbók, ljósprent- að í ritröðinni Corpus codicum Islandicorum medii aevi. William Craigie ritaði formála. Í Sýnisbók íslenzkra rímna sem William Craigie gaf út 1952 eru birt 28 erindi úr Lokrum. Þótt Craigie hafi komið að útgáfunni á handriti rímnanna verður ekki betur séð en að texti þeirra í sýnisbókinni sé byggður á útgáfum Finns og fylgi ýmist útgáfunni frá 1896 eða þeirri í Rímnasafni. Á einstaka stað hefur Craigie þó leiðrétt textann enn frekar. Þessi útgáfa af úrvali úr rímunum hefur lítið fræðilegt gildi enda ætluð sem lesútgáfa. Fyrir utan það sem nú hefur verið talið er mér ekki kunnugt um að verulegur hluti úr Lokrum hafi birst á prenti. Nokkrar vísur hafa 3 Finnur Jónsson (1896:v). 4 Finnur Jónsson (1896:3).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.