Són - 01.01.2008, Síða 31

Són - 01.01.2008, Síða 31
LIST Í LOKRUM 31 13 Allr var hann um beinin berr og blár sem hraunsá renni, höldum leizt hann hræðilegr heldr en segja nenni. Nú er þetta óneitanlega skrautleg lýsing. En er hún ýkjukennd innan veruleika sögunnar? Hlýtur ekki jötunn af þessari stærð að vera fer- legur? Og hvernig líta jötnar á annað borð út? Um það eru ekki mjög greinargóðar heimildir en ljóst er þó að menn hafa talið þá býsna stórskorna löngu áður en rímnaskáldin tóku til starfa. Í Hymiskviðu er til dæmis talað um jötun með níu hundruð höfuð. Í bókmenntalegu samhengi þar sem „eigi lítill“ er talið eðlilegt orðalag eða fyrirmyndarstíll í lýsingu á risavöxnum jötni kemur ekki á óvart að lýsing rímnaskáldsins þyki afbrigðileg og ýkjukennd. Ég hef hins vegar efasemdir um að þetta sé heppileg nálgun. Okkur er alls ekki skylt að nota prósastíl Snorra Sturlusonar sem mælistiku á stíl rímnaskálda. Það er ekki nauðsynlegt að líta á kjarnyrði og úr- drátt Snorra og sumra samtímamanna hans sem hinn eðlilega og góða stíl en telja það orðalengingar og ýkjur sem ekki samrýmist þeim viðmiðum. Það eru ekki allar lýsingar ýkjukenndar sem ekki beita úrdrætti. Raunar má spyrja hversu heppilegt orðið ýkjur sé til að greina goðsögur eins og þá sem hér er til umræðu. Með ýkjum er átt við öfgafullar fullyrðingar sem standast ekki í bókstaflegum skilningi en hver getur sagt okkur hvað stenst og hvað ekki í raunveruleika goðsagnarinnar? Eru það ýkjur að Nói hafi komið öllum dýrunum inn í örkina? Er það stórlega orðum aukið að Jesús hafi mettað fimm þúsund manns með nokkrum fiskum og brauðum? Eru það ýkjur að Aþena hafi sprottið úr enni Seifs? Ég held að þeim manni sem færi af stað með bókmenntagreiningu í þessum stíl yrði fljótlega sagt að hann hefði misskilið eðli og gildi þessara sagna. Ég tel að ekki sé rétt að líta á lýsingu rímnanna á Skrými sem ýkjur heldur sem lið í viðleitni rímnaskáldsins til að fylla á rökréttan hátt út í beinabera þætti í frásögn Gylfaginningar. Skáldinu hefur þótt „eigi lítill“ vera rýr lýsing svo að það reynir að gera sér í hugarlund hvernig gríðarlega stór og ferlegur jötunn gæti litið út. Skáldið hefur vísast talið lýsingu sína standast innan veruleika sögunnar og ég sé ekkert sem mælir gegn því. Hér hefur verið reynt að halda uppi vörnum fyrir einn þátt í meðferð rímnanna á sögunni en til að fá skýrari hugmynd um vinnu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.