Són - 01.01.2008, Síða 62
HELGA KRESS62
konur.55 Þegar hún yrkir kvæðið, 75 ára gömul, árið 1933, hafa
komið út eftir hana tvær ljóðabækur.56 Þær koma þó hvergi við sögu
í kvæðinu né skáldskapur hennar yfirleitt. Hann er þar alveg bæld-
ur. Kvæðið sjálft kemur þó upp um hana því að hún stígur þar sjálf
fram sem bæði höfundur þess og flytjandi. Það er þó umfram allt
ekki um hana sjálfa, heldur minningar um horfna búskaparhætti. Til
áréttingar er það nefnt „þjóðháttakvæði“ í efnisyfirliti bókarinnar og
sjálfsævisagan sem í því felst þar með þögguð.57
Þörfin kvað með þrumuróm
Kvæði Theodoru Thoroddsen (1861–1955), „Mitt var starfið“ er sett
fram sem ævikvæði þar sem kona, sem reynist í senn skáldkona og
húsmóðir, lítur yfir líf sitt og ævistarf. Kvæðið birtist fyrst í vísnaþætt-
inum „Að vestan“ í handskrifuðu „Mánaðarriti Lestrarfélags kvenna
Reykjavíkur“ árið 191458 og ekki á prenti fyrr en í ritsafni Theodoru
árið 1960. Í langri rammafrásögn segist hún hafa veitt þessar vísur,
sem hún einnig kallar stökur, upp úr æskuvinkonu sinni fyrir vestan
sem hafi sent sér þær í bréfi. Þessa æskuvinkonu kynnir hún síðan
fyrir lesendum Mánaðarritsins. Hún er í góðum efnum og á mörg
börn á misjöfnum aldri. „Ekki hefur hún þótt mikil búsýslukona“
þótt allt hafi verið „vansalaust á hennar heimili að útliti til“, og segist
Theodora vita að „fremur myndi hún hafa kosið sér annan starfa en
55 Í æviminningum sínum, Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna, segir Ólína Jónasdóttir frá
því þegar hún ung stúlka á Laxamýri er beinlínis vöruð við skáldsögunni Upp við
fossa eftir Þorgils gjallanda:
Jónas Stefánsson náði einhvers staðar í hana. Þórdís, kona Jóhannesar, varaði
okkur stúlkurnar við að lesa hana, sagði að hún væri siðspillandi og háskaleg
ungu fólki og sér væri illa við hana í sínum húsum. Auðvitað varð það til þess,
að við sóttumst eftir að ná í hana, og man ég, að mér að minnsta kosti tókst það
og varð ekki meint af, síður en svo.“ Ólína Jónasdóttir 1981:82.
Þessi frásögn birtist fyrst eftir hennar dag og hefur verið sleppt úr samsvarandi
kafla í fyrri útgáfu æviminninganna, Ég vitja þín, æska, frá 1946.
56 Ljóðmæli þeirra Herdísar og Ólínu Andrésdætra komu fyrst út árið 1924 og í
annarri útgáfu aukinni 1930. Tæplega hálfri öld síðar, eða árið 1976, komu
ljóðmælin út í þriðja sinn, stóraukin. Útgefandi og kostnaðarmaður var dótturson-
ur Herdísar, Jón Thorarensen. Kvæði Herdísar sem varðveist hafa eru mun færri
en Ólínu systur hennar. Í afmæliskvæði til sjálfrar sín áttræðrar segir hún um skáld-
skap sinn: „Hraktist út á sónar sjó, / sá af straum og skerjum nóg, / þar til inn í
þagnar kró / þulsins bátinn minn ég dró.“ Herdís Andrésdóttir 1976:291.
57 Ómögulegt er að sjá hvort skýringin „þjóðháttakvæði“ sem sett er í sviga aftan við
heiti kvæðisins í efnisyfirliti er frá skáldinu eða útgefanda komin.
58 Sbr. „Mánaðarrit Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur,” 3. ár, 8. tbl., desember 1914.
Eiginhandarrit.