Són - 01.01.2008, Page 67
SAGA MÍN ER SÖNN EN SMÁ 67
Ekki eru lokuð öll mín búr, opna ég þau í hljóði,
meðan get ég moðað úr minninganna sjóði.
„Svo set ég hér vísur,“ segir hún, „sem eru gerðar um gamlar stöðvar,
og áttu einu sinni að verða fleiri.“ Vísurnar eru fimm. Í þeim lýsir hún
hverju landslaginu á fætur öðru í sveitinni sinni heima, nánar tiltekið
Blönduhlíð og Norðurárdal. Þannig verður kvæðið að tregrófi um
samastað sem hún hefur misst. Einnig minnir aðferðin á kvæði Guð-
nýjar frá Klömbrum sem framkallar myndir af landslaginu sem hún
þráir. Munurinn er sá að Ólína staðsetur sig í landslaginu, en Guðný er
utan þess. Annað sem Ólína á sameiginlegt með Guðnýju er tilfinn-
ingin um að vera ekki á réttum stað. Í kvæði sem hún nefnir „Á göt-
unni“ og hún yrkir nýflutt úr sveitinni á mölina á Sauðárkróki segir: 74
Í ryki og ragi dagsins ég rölti hér um bæinn,
en þrái heimahaga með hreina fjallablæinn.
Vísurnar um gömlu stöðvarnar lýsa ferðalagi í huganum. Ferða-
félaginn er lesandinn, í þessu tilviki Theodora, sem Ólína talar við og
ekki bara sýnir landslagið heldur segir einnig frá sögu sinni í því:
Fossar hlæja, hrönnin kvik, huldu fægir þilið.
Við skulum æja augnablik upp við bæjargilið.
Klettaskeið og troðin tröð, tæp í heiðarrana.
Þessar leiðir gekk ég glöð gömlu sneiðingana.
Þegar hún hefur skrifað vísurnar segir hún: „Svo mörg voru þau orð.
Nú er komið meir en nóg af slíku.“ Með þessu þaggar hún í annað
skipti niður í sjálfri sér, bæði áttu vísurnar að verða fleiri, sem ekki
varð, og síðan er meir en nóg komið.
Um það leyti sem Ólína skrifar þetta bréf er hún að ganga frá bók
sinni, Ég vitja þín, æska, til prentunar, en það gerði hún fyrir áeggjan
og með aðstoð Brodda Jóhannessonar, sem ættaður var frá Silfra-
stöðum í hennar sveit. Bókin sem ber undirtitilinn „Minningar og
stökur“ kom út haustið 1946 og fékk afar góða dóma, þó ekki alltaf
á réttum forsendum. Hún seldist strax upp og var gefin út aftur ári
síðar. Bókin er að mestum hluta bernskuminningar Ólínu í lausu
74 Lbs 3932, 4to. Í handriti er kvæðið ársett 1932.