Són - 01.01.2008, Page 85

Són - 01.01.2008, Page 85
Kendra J. Willson Á mörkum lausamáls Þýðingar Sverris Hólmarssonar á ljóðum T. S. Eliots Eyðilandið (The Waste Land) eftir T.S. Eliot (1922) er eitt frægasta ljóð 20. aldar og mikilvægur áfangi í þróun módernisma. Ljóðið hefur sett mark sitt á þróun ljóðlistar á Íslandi jafnt og annars staðar, ekki síst sem innblástur að Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar,1 en Eliots er getið á 21 stað í Atómskáldum Eysteins Þorvaldssonar skv. nafnaskrá.2 Samt birtist íslensk þýðing á ljóðinu öllu ekki fyrr en 1990, tæpum sjötíu árum eftir að ljóðið kom út á ensku árið 1922. Í millitíðinni hafði átt sér stað „ljóðbylting“, að hluta til vegna áhrifa Eliots, sem breytti forsendum ljóðlistar og þar með ljóðaþýðinga. Íslenskum lesendum er kunnara en frá þurfi að segja að Steinn Steinarr skoraði á Hannes Sigfússon að þýða Eyðilandið. Hannes glímdi við kvæðið í þrjár vikur áður en hann gafst upp, lánaði þýðingarslitrin einhverjum manni og sá þau aldrei aftur.3 En útúrsnúningur hans „Svona upp með þig það er glas“ á setningu Eliots „HURRY UP PLEASE IT’S TIME“ kemur fyrir tvisvar í Dymbilvöku. Því hefur jafn- vel verið haldið fram að „misskilningur“ Hannesar á Eliot og þessi misheppnaða þýðingartilraun hafi verið kveikjan að Dymbilvöku4 eða jafnvel að „Dymbilvaka sé stæling á The Waste Land“.5 Dymbilvaka myndi þá tilheyra þýðingarsögu Eyðilandsins á íslensku – án þess að Eyðilandið sjálft hafi verið þýtt fyrr en fjörutíu árum seinna.6 1 Hannes Sigfússon (1949). 2 Eysteinn Þorvaldsson (1980:292). 3 Hannes Sigfússon (1985:36). 4 Matthías Johannessen (2006:34). 5 Jóhann Hjálmarsson (1971:137). 6 Í þýðingu Sverris verður viðkomandi setning fremur gegnsæ og hlutlaus: „KLÁR- IÐ ÚR GLÖSUM, VIÐ LOKUM“ (Eliot 1990:17) og glatar hinni almennu tilvísan. Ursula Lindqvist (2005:25) bendir á að viðkomandi setning verði í sænskri þýðingu Eriks Mesterton og Karin Boye (Eliot 1932) „DET ÄR STÄNG- NINGSDAGS VI SLÄCKER NU“ þar sem önnur aukamerking bætist við í staðinn: „it also forewarns specifically of a coming darkness in a way the English original does not“ (Lindqvist 2005:25) og tengist ríkri táknfræði ljóss og myrkurs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.