Són - 01.01.2008, Page 132
HELGA BIRGISDÓTTIR132
Um ást og aðrar hættur
„Framlengdur sumardans“ og „Einu-sinni-var-land“ fjalla um landið
og náttúruna og eru vissulega ástarljóð af landi og til lands en fyrsti
hluti bókar Steinunnar Sigurðardóttur, „Ástarljóð“ fjallar um ástina
frá upphafi hennar til enda. Í „Upphafsljóði fyrir eilífa byrjendur“19
erum við minnt á endalokin sem ávallt eru framundan því í „upphafi
var kossinn / smákoss en alveg ákveðinn koss, / sá sem var upphafið
að endalokum kossanna“. Þannig er ástin alltaf ofurseld endalok-
unum sem alltaf eru „rétt hjá, eða langt undan, / en umfram allt vís“.
Óttinn er áberandi og þannig tvinnast þrír hlutar bókarinnar saman:
þeir fjalla allir um ástina og óttann við endalokin þótt viðföngin séu
ólík. Ástin er þó ekki aðeins fyrir unga fólkið því ástir miðaldra fólks
fá líka sinn skerf í „Haust-ástir“20 þar sem greint er frá að í „staðgóðu
blíðviðri á haustin / er miðaldra fólk ósköp varnarlaust gegn ástinni“
og það er ekki aðeins gagnvart ástinni sem er, heldur einnig þeirri
„sem ekki varð. / Líka þeirri sem var og varð“.
Í Blysförum yrkir Sigurbjörg Þrastardóttir líkt og Steinunn um ást en
þetta er stórhættuleg ást, bæði andlega og líkamlega. Hér er um að
ræða heilan ljóðabálk sem segir af ástarsambandi karls og konu sem
er truflað af óvelkomnum þriðja aðila: eiturlyfjum. Konan og maður-
inn elska hvort annað en maðurinn elskar eiturlyfin meira. Svik og
söknuður, sársauki og niðurlæging, missir og von koma við sögu í
þessari mögnuðu bók.
Í Blysförum spilar saman sú tilfinning að vera háður einhverju og því
að vera háður einhverjum. Stúlkan virðist á stundum engu minna háð
manninum en hann er eitrinu. Hún er háð honum af því hún elskar
hann, af því hún nýtur ekki athygli hans að fullnustu og af því hana
dreymir um að frelsa hann. Hún þorir ekki að styggja hann af ótta við
að fæla hann frá sér og spilar með honum:21
þeim finnst þú
vond hugmynd
hverjum segir hann og ég segi öllum
og þá verða augun í honum stór eins og hann sé
19 Steinunn Sigurðardóttir (2007:9-15).
20 Steinunn Sigurðardóttir (2007:48-49).
21 Sigurbjörg Þrastardóttir (2007:29).