Són - 01.01.2008, Side 143
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 143
vera „ljúfsáran Reykjavíkurskáldskap“ og að skáldskapurinn sé „op-
inn og útleitur […] en jafnframt ljóðrænn og einlægur og ort af tölu-
verðu listfengi“.56 Mörg ljóðanna eru býsna sorgleg, en sem betur fer
eru ljúf ljóð inn á milli, þar á meðal „Sagnaseiður“57 þar sem ljóðmæl-
andi minnist stundanna í eldhúskróknum með ömmu þegar hún
sagði sögur sem „gengu svo skringilega / í endurnýjun lífdaga / innan
í mér“.
Eitt ljóðskáld sameinar þau þrjú efni sem hér hefur mest verið fjall-
að um: náttúruna, líf og dauða og hversdaginn en það er Ari Jóhann-
esson, höfundur bókarinnar Öskudagar en fyrir hana hlaut Ari bók-
menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Samkvæmt dómnefnd er
stíll höfundar agaður, skáldið þroskað og bókin sjálf áhrifamikil.58
Víst er að Ari hefur um nóg að yrkja þegar hann lítur til baka: líf,
dauða og baráttu – allt það sem einkennir líf okkar allra. Þetta er
fyrsta ljóðabók Ara og kemur hann skemmtilega á óvart í öflugum
náttúrulýsingum í fyrsta hluta, lýsingum á baráttu sjúklinga í öðrum
hluta og blöndu af bjartsýni og vonleysi sem einkennir hversdaginn í
lokakafla bókarinnar.
Um hefðir og höfuðskáld
Langt er síðan skáldin ortu næstum eingöngu hefðbundin ljóð bundin
af stuðlum og höfuðstöfum og formbyltingin löngu gengin yfir. Allt er
leyfilegt og skáldin nýta sér það. Ekki er þar með sagt að allar hefðir
séu úr sér gengnar og segja má að nú sé það nærri orðið að hefð að
vísa aftur fyrir sig, til skálda fyrri tíma, bókmennta og sögu. Þetta
sjáum við t.d. í einstaka ljóðum Þórarins Eldjárns og Steinunnar
Sigurðardóttur og bók Höllu Gunnarsdóttur er í heild sinni vísun til
Fjalla-Eyvindar.
Hefðir koma víða við sögu í ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Höggstað.
Gerður vísar aftur í tímann, til Egils og Hallgerðar, meira að segja
fjallkonan fær sitt pláss þar sem hún „hendist niður hlíðina / dýfir
könnu leiftursnöggt í lækinn / og þambar á hlaupum“.59 Hún ætlar
nefnilega að ná þýska ferðamanninum á undan björgunarsveitinni.
56 Skafti Þ. Halldórsson (2007b).
57 Garðar Baldvinsson (2007:30-31).
58 Rithöfundasamband Íslands (2007). Hægt er að fræðast nánar um höfundinn og
bókina í viðtali sem birtist í Læknablaðinu: http://www.laeknabladid.is/media/tolu
blod/1369/PDF/u14.pdf.
59 Gerður Kristný (2007:16).