Són - 01.01.2008, Side 146

Són - 01.01.2008, Side 146
HELGA BIRGISDÓTTIR146 Nýhilingarnir voru líka duglegir að koma sér á framfæri og héldu vel heppnaða ljóðahátíð í október þar sem erlend skáld tóku einnig þátt.66 Þá hafa skáldin verið áberandi á netinu, t.d. heimasíðu Nýhils, nyhil.blogspot.com. Af bókum þessara skálda má einkum nefna bækurnar Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður!, Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum, Handsprengja í morgunsárið og Blótgælur. Þessi ungu skáld virðast vera í uppreisn, að minnsta kosti vilja þau vera í uppreisn eða láta alla halda að þau séu það. Engum dylst þó að þau eru framúrstefnuleg, einkum hvað form og útlit ljóða varðar og í samfélagsgagnrýni. Í raun mætti tala um uppþot í formi eða upplausn þar sem allt virðist leyfilegt – og raunar æskilegt. Tungutakið er oft hráslagalegt og klúrt. Líkamlegt og ruddalegt orðfæri er gegnumgang- andi hjá yngri kynslóðinni og kallast á við gildishrun eða niðurrif á hefðbundnum gildum og samþykktum samfélagsins. Um höfnun Róttækni skáldanna birtist í sinni ýktustu mynd í Handsprengju í morgun- sárið eftir Nýhilingana Eirík Örn Norðdahl og Ingólf Gíslason. Þar hafa þeir félagar „þýtt“ ræður og ummæli þekktra einstaklinga og sett í nýtt samhengi. Allir sem eitthvað ber á fá á baukinn, allt frá Osama bin Laden til Valgerðar Sverrisdóttur. Útkoman er róttæk gagnrýni á við- komandi einstakling og þær stofnanir sem þeir standa fyrir og vekur mann um leið til umhugsunar um hvað það er sem fólk segir, hvað það meinar og hvernig við, sauðsvartur almúginn, síðan túlkum þessi orð. Þessir póstmódernísku tímar eru ósköp ruglingslegir og í Gárunga- gapi yrkir Emil Hjörvar Petersen um ringulreið samfélagsins, um- hverfisins og mannsins þar sem sameinast rómantísk ljóð, súrrealísk, tilraunaljóð og fleira. Þarna er leikur að formi og hugsun og vel hægt að taka undir orð bókmenntagagnrýnanda Morgunblaðsins sem sagði mikils að vænta af þessu skáldi.67 Það eimir af Jónasi þar sem höfundur atast í rómantíkerum í upphafsljóði bókarinnar sem endar á því að ljóðmælandi kastar rjóðum og ljómandi rómantíkernum út um gluggann og segir: „Vonandi / þarf ég aldrei aftur að hitta róman- tíker, / Vonandi“.68 En í lokaljóði bókar69 hvæsir fiskimaður að ljóð- 66 Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér: http://www.nordice.is/vidburdir/nyhil_althj_ljod/ Katalog_lores.pdf. 67 Skafti Þ. Halldórsson (2007a). 68 Emil Hjörvar Petersen (2007:9). 69 Emil Hjörvar Petersen (2007:58).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.