Són - 01.01.2008, Page 146
HELGA BIRGISDÓTTIR146
Nýhilingarnir voru líka duglegir að koma sér á framfæri og héldu
vel heppnaða ljóðahátíð í október þar sem erlend skáld tóku einnig
þátt.66 Þá hafa skáldin verið áberandi á netinu, t.d. heimasíðu Nýhils,
nyhil.blogspot.com. Af bókum þessara skálda má einkum nefna
bækurnar Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður!, Þjónn, það er Fönix í
öskubakkanum mínum, Handsprengja í morgunsárið og Blótgælur.
Þessi ungu skáld virðast vera í uppreisn, að minnsta kosti vilja þau
vera í uppreisn eða láta alla halda að þau séu það. Engum dylst þó að
þau eru framúrstefnuleg, einkum hvað form og útlit ljóða varðar og í
samfélagsgagnrýni. Í raun mætti tala um uppþot í formi eða upplausn
þar sem allt virðist leyfilegt – og raunar æskilegt. Tungutakið er oft
hráslagalegt og klúrt. Líkamlegt og ruddalegt orðfæri er gegnumgang-
andi hjá yngri kynslóðinni og kallast á við gildishrun eða niðurrif á
hefðbundnum gildum og samþykktum samfélagsins.
Um höfnun
Róttækni skáldanna birtist í sinni ýktustu mynd í Handsprengju í morgun-
sárið eftir Nýhilingana Eirík Örn Norðdahl og Ingólf Gíslason. Þar hafa
þeir félagar „þýtt“ ræður og ummæli þekktra einstaklinga og sett í nýtt
samhengi. Allir sem eitthvað ber á fá á baukinn, allt frá Osama bin
Laden til Valgerðar Sverrisdóttur. Útkoman er róttæk gagnrýni á við-
komandi einstakling og þær stofnanir sem þeir standa fyrir og vekur
mann um leið til umhugsunar um hvað það er sem fólk segir, hvað það
meinar og hvernig við, sauðsvartur almúginn, síðan túlkum þessi orð.
Þessir póstmódernísku tímar eru ósköp ruglingslegir og í Gárunga-
gapi yrkir Emil Hjörvar Petersen um ringulreið samfélagsins, um-
hverfisins og mannsins þar sem sameinast rómantísk ljóð, súrrealísk,
tilraunaljóð og fleira. Þarna er leikur að formi og hugsun og vel hægt
að taka undir orð bókmenntagagnrýnanda Morgunblaðsins sem
sagði mikils að vænta af þessu skáldi.67 Það eimir af Jónasi þar sem
höfundur atast í rómantíkerum í upphafsljóði bókarinnar sem endar
á því að ljóðmælandi kastar rjóðum og ljómandi rómantíkernum út
um gluggann og segir: „Vonandi / þarf ég aldrei aftur að hitta róman-
tíker, / Vonandi“.68 En í lokaljóði bókar69 hvæsir fiskimaður að ljóð-
66 Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér: http://www.nordice.is/vidburdir/nyhil_althj_ljod/
Katalog_lores.pdf.
67 Skafti Þ. Halldórsson (2007a).
68 Emil Hjörvar Petersen (2007:9).
69 Emil Hjörvar Petersen (2007:58).