Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 12
10 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 gjöf 1656 (Diplomatarium Islandicum I, 1857–1876: 183–184), og Hauksbók (Jón Helgason, 1960: xxvii). Hann hefur vafalaust látið afrita þessi handrit og stuðlað þannig að varðveislu og viðhaldi menningararfsins á sviði stærðfræðimenntunar. Hagnýtt gildi Algorismuss var þá orðið lítið, enda prentaðar reikningsbækur komnar til sögunnar. Draumur Brynjólfs um að geta látið prenta hin fornu rit rættist ekki, en rúmri öld síðar var tólftu aldar ritið Rímbegla um tímatal meðal hins fyrsta sem prentað var af fornum ritum (Einar H. Guðmundsson, 1995). Kennslubækur í stærðfræði á 18. öld Eftir tilkomu prentlistarinnar var tekið að prenta kennslubækur í stærðfræði sem og öðrum náms- og fræðigreinum. Vitað er að Skálholtsdómkirkja átti Arithmetica Danica eftir Jörgen From (Frommius, 1649), sem stundum er kennd við hann, Frommii Arithmetica (Hörður Ágústsson og Kristján Eldjárn, 1992: 347). Heimildir eru til um að Íslendingar hafi þýtt þá bók eða a.m.k. útdrátt úr henni (Skúli Magnússon, 1947). Til eru nokkur heilleg handrit frá öndverðri 18. öld, rituð samkvæmt hefð um reikningsbækur sem mörkuð er í riti Alkwarizmis og fylgt í Algorismus. Fyrsta prentaða reikningsbókin, Lijted Agrip Vmm þær Fioorar Species I Reiknings Konstenne, var gefin út á Hólum (Hatton, 1746). Bókin er, eins og nafnið bendir til, stutt ágrip af reikniaðgerðunum fjórum, alls 14 bls. Einnig er fjallað um breytingar milli helstu mælieininga og gjaldmiðla. Á áttunda áratug aldarinnar voru gefnar út tvær yfirgripsmiklar kennslubækur í reikningi, auk kvers með töflum yfir helstu verð- og mælieiningar. Bækurnar tvær sem hér um ræðir eru Greinilig vegleiðsla til talnalistarinnar eftir Ólaf Olavius (1780), 374 bls. auk formála, og Stutt undirvísun í reikningslistinni og algebra eftir Ólaf Stefánsson (Stephensen) (1785), 248 bls. auk formála. Báðar þessar bækur voru yfirgripsmiklar kennslubækur í reikniaðgerðunum fjórum, breytingu verðeininga og hlutfallareikningi, auk þess sem bók Ólafs Stefánssonar, síðar stiftamtmanns, fjallaði um inngangsatriði algebru. Í bók Olaviusar er ítarlega fjallað um það sem hann nefnir talnabrögð, þ.e. margs konar leiðir sem geta auðveldað hugarreikning. Má sjá að um það efni hefur hann haft hliðsjón af þýskri bók, Der demonstrativen Rechnenkunst eftir Christlieb von Clausberg, útg. í Leipzig 1732 og síðar endurútgefin 1748 og 1762 (Kristín Bjarnadóttir, 2007). Báðar bækurnar eru greinilega viðleitni í þá veru að gera Íslendinga hæfari til að stunda viðskipti við erlenda kaupmenn og stuðla jafnframt að efnahagslegri þróun samfélagsins, en einnig voru bækurnar ætlaðar ungmennum sér í lagi. Bók Ólafs Stefánssonar, sem stundum var nefnd (Stiftamtmanns) Ólafs Arithmetík, var löggilt sem kennslubók við latínuskólana 1785, árið sem hún kom út (Lovsamling for Island 1784–1791, 1855: 244). Skólarnir voru þá í aumu ásigkomulagi eftir hörmungar Skaftárelda. Ekkert skólahald var í landinu veturinn 1784–1785 og Skál- holtsskóli var fluttur að Hólavöllum í Reykjavík árið 1785. Menn höfðu fyrirætlanir um stærðfræðimenntun en enginn var til að fylgja þeim eftir. Nemendur þurftu ekki að opna reikningsbók fremur en þeir sjálfir kærðu sig um (Árni Helgason, 1907–1915: 85–86). Óvíst er um áhrif þessara bóka en heimildir eru um tilvist þeirra á heimilum næstu áratugina (Sólrún B. Jensdóttir, 1969). Björn Gunnlaugsson Árið 1822 kvörtuðu tveir prófessorar við Kaupmannahafnarháskóla yfir því að íslenskir stúdentar uppfylltu ekki lágmarkskröfur um kunnáttu í stærðfræði sem settar höfðu verið árið 1818 (Þjóðskjalasafn, Skjalasafn kirkjustjórnarráðsins). Svo vel vildi til að það sama haust hafði stærðfræðingurinn Björn Gunnlaugsson (1788–1876) verið ráðinn að Bessastaðaskóla sem var þá eini lærði skólinn á Íslandi. Björn Gunnlaugsson hafði aldrei fengið aðgang að Bessastaðaskóla. Veturinn Nokkur tímamót í sögu stærðfræðimenntunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.