Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 32
30 Þáttabygging kennslukönnunar við Háskóla Íslands
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Meginásaþáttagreining – meðaltal staðhæf-
inga
Í 3. töflu er niðurstaða meginásaþáttagreiningar
meðaltals 21 staðhæfingar í 518 námskeiðum í
kennslukönnun við H.Í. vorið 2004. Reiknað
var meðaltal hverrar staðhæfingar í hverju
námskeiði og síðan þáttagreint. Hornréttur
snúningur að varimax-lausn gaf skýra niður-
stöðu. Samkvæmt samhliðagreiningu (parallel
analysis) eru þrír þættir í gagnasafninu með
sama inntaki og þættirnir þrír í 2. töflu.
Þættirnir þrír skýra rúmlega 71% dreifingar
staðhæfinganna. Þættirnir þrír skýra vel
dreifingu einstakra staðhæfinga (h2). Þegar
leifar eru skoðaðar á mun milli raunverulegrar
fylgni milli staðhæfinga og spáfylgni út frá
þáttunum þrem kemur í ljós að 33 leifar eða
15% allra leifa eru hærri en 0,05.
Hleðslur staðhæfinga á tiltekinn þátt eru
afgerandi og markverðar í öllum tilvikum.
Hleðslur 14 staðhæfinga sem tilheyra fyrsta
þætti eru allar 0,67 eða hærri á þennan þátt
(meðaltal hleðslna er 0,80). Hleðsla þessara
staðhæfinga á aðra þætti (þætti II og III) er lág
og ómarkverð (meðaltal hleðslna á þátt II er 0,15
og á þátt III 0,16). Með einni undantekningu
(Námskeiðið er bæði örvandi og krefjandi)
eru hleðslur staðhæfinganna 14 á aðra þætti
0,26 eða lægri á þátt II og III. Hleðsla einnar
staðhæfingar (Námskeiðið er bæði örvandi og
krefjandi) á þátt III er markverð (0,39).
Fimm staðhæfingar hlaða afgerandi á þátt
II. Meðaltal hleðslna þessara staðhæfinga á
þátt II er 0,83. Með einni undantekningu eru
hleðslur þessara staðhæfinga á aðra þætti lágar
og ómarkverðar eða á bilinu 0,04 til 0,16. Ein
staðhæfinganna fimm (Stúdentar fá nægar
leiðbeiningar/aðstoð um notkun tækja/áhalda)
hefur markverða hleðslu á þátt I.
Tvær staðhæfingar mynda þátt III. Þessar
staðhæfingar hafa afgerandi og háar hleðslur á
þennan þátt en lágar og ómarkverðar hleðslur á
þátt I og II (á bilinu 0,10 til 0,28).
Alfastuðull þáttanna þriggja er á bilinu
0,88 til 0,97. Þegar meðaltal staðhæfinga í
námskeiðum er notað er áreiðanleiki þátta hár
og viðunandi.
Meginásaþáttagreining eftir háskóladeildum
– einstök svör stúdenta
Meginásaþáttagreining var notuð til að
þáttagreina staðhæfingarnar 21 í átta af ellefu
deildum við H.Í. Hornréttur snúningur að
varimax-lausn gaf skýra niðurstöðu. Einstök
svör stúdenta í grunnnámi voru þáttagreind.
Gögnin voru ekki þáttagreind í þrem
deildum, Guðfræðideild, Lyfjafræðideild og
Tannlæknadeild, þar sem fjöldi svara í þessum
deildum var ekki nægjanlegur til að gera
þáttagreiningu. Niðurstöður þáttagreininganna
koma fram í 4. töflu.
Samkvæmt samhliðagreiningu eru þrír
þættir í öllum deildum. Sömu staðhæfingar
hafa markverðar og hæstar hleðslur á sömu
þætti í öllum deildum. Þrjár staðhæfingar
hafa markverðar hleðslur á þætti sem þær
tilheyra ekki: (a) Námskeiðið er bæði örvandi
og krefjandi (0,42 á þátt III í Læknadeild),
(b) Stúdentar fá nægar leiðbeiningar/aðstoð
um notkun tækja/áhalda (0,37 á þátt I í
Verkfræðideild), og (c) Stúdentar hafa nægan
aðgang að kennara utan kennslustunda (0,32 á
þátt II í Læknadeild). Aðrar staðhæfingar hafa
háar og afgerandi hleðslur í öllum deildum
á þann þátt sem þær tilheyra (á bilinu 0,52
til 0,86) en lágar og ómarkverðar hleðslur á
þætti sem þær tilheyra ekki (á bilinu -0,13 til
0,39). Þáttabygging kennslukönnunarinnar er
því stöðug á milli deilda.
Þættirnir þrír skýra á bilinu 59,21%
(Lagadeild) til 66,97% (Hjúkrunarfræðideild)
af heildardreifingu 21 staðhæfingar. Þætt-
irnir þrír skýra að meðaltali á bilinu 56%
(Félagsvísindadeild) til 67% (Hjúkrunar-
fræðideild) af dreifingu einstakra staðhæfinga
(h2). Þegar leifar eru skoðaðar á mun milli
raunverulegrar fylgni milli staðhæfinga og
spáfylgni út frá þáttunum þrem í deildunum
átta kemur í ljós að á bilinu 22 leifar eða 10%
leifanna (Raunvísindadeild) til 54 leifar eða
25% leifanna (Læknadeild) eru hærri en 0,05.
Alfastuðull fyrsta þáttar er á bilinu 0,93
(Lagadeild) til 0,97 (Hjúkrunarfræðideild),
annars þáttar á bilinu 0,91 (Félagsvísindadeild)
til 0,96 (Lagadeild) og þriðja þáttar á bilinu