Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 111
109
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Kennaralisti Conners
hleðslna (pattern matrix) 38 atriða á fimm
þætti kemur fram í 3. töflu.
Sömu atriði mynda fjóra þætti í íslenska
úrtakinu og í Bandaríkjunum. Atriði þessara
þátta (Hugrænn vandi/Athyglisbrestur, Félags-
legur vandi, Kvíði-feimni, Fullkomnunar-
árátta) hafa í flestum tilvikum afgerandi og
markverðar hleðslur á einn þátt en lágar og
ómarkverðar hleðslur á aðra þætti. Inntak
þáttanna er því skýrt og sambærilegt við
hliðstæða þætti í Bandaríkjunum. Í flestum
tilvikum er þáttaskýring (communality) atriða
í þessum fjórum þáttum yfir 50%.
Atriði tveggja þátta í Bandaríkjunum
(Mótþrói, Ofvirkni) mynda einn þátt í íslenska
úrtakinu. Að auki er eitt atriði (51, feimin(n))
sem hefur neikvæða hleðslu á þennan þátt og
tilheyrir öðrum þætti í Bandaríkjunum (Kvíði-
feimni). Flest atriði fyrsta þáttar hafa hæsta
hleðslu á þann þátt en lágar og ómarkverðar
hleðslur á aðra þætti. Þrjú atriði (nr. 2, 11 og
20) fyrsta þáttar hlaða markvert á annan þátt.
Þáttaskýring atriða er á bilinu 26% til 72%.
Þáttaskýring flestra atriða er yfir 60%.
Fylgni milli þátta er almennt lítil (3. tafla).
Undantekning frá þessari meginreglu er fylgni
milli fyrsta og annars þáttar (r = 0,47), annars
og þriðja þáttar (r = 0,39) og fjórða og fimmta
þáttar (r = 0,42).
Þáttagreining klínískra kvarða í langri útgáfu
á kennaralista Conners
Heildartala Conners (Conners’ Global Index).
Klínískir kvarðar í kennaralista Conners eru
sjö. Þrír þessara kvarða tengjast Heildartölu
Conners (Conners’ Global Index: Total).
Samtals tilheyra 10 atriði í kennaralistanum
Heildartölu Conners. Þeim er síðan skipað á
tvo þætti, annars vegar Eirðarleysi-hvatvísi
(6 atriði) og hins vegar Tilfinningalegur
4. tafla. Meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) með promax-snúningi (kappa=4)
á 10 staðhæfingum sem tilheyra Heildartölu Conners í kennaralista Conners (N=182).
Þættir á Íslandi
Atriði / Heiti þátta í BNAa I II Þáttaskýringb
A. Heildartala Conners: Tilfinningalegur óstöðugleiki (Conners’ Global Index: Emotional
Lability)
7 Skapofsaköst 0,96 -0,15 0,777
25 Grætur oft 0,23 0,09 0,084
45 Pirrast fljótt. 0,78 0,02 0,630
54 Skiptir skapi 0,87 -0,05 0,712
8 Hvatvísc 0,88 -0,02 0,759
B. Heildartala Conners: Eirðarleysi-hvatvísi (Conners’ Global Index: Restless-Impulsive)
16 Eirðarlaus 0,27 0,70 0,798
17 Tekst ekki að ljúka við verk -0,23 0,86 0,552
26 Auðvelt að trufla -0,09 0,93 0,767
34 Óróleg(ur). 0,33 0,60 0,710
35 Truflar önnur börn. 0,38 0,47 0,579
Aths. Lýsing á atriðum í fyrsta dálki er stytting á orðalagi hvers atriðis í kennaralistanum; aTölusetning atriða vísar til
tölusetningar í bandarískri útgáfu á kennaralista Conners; bÞáttaskýring (communality) samsvarar summu margfeldis
hliðstæðra hleðslna í mynsturfylki (pattern matrix) og formgerðarfylki (structure matrix); cÞetta atriði tilheyrir þætti II
(Eirðarleysi-hvatvísi) í bandarískri útgáfu á kennaralista Conners).