Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 115
113
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Kennaralisti Conners
bilinu 0,68 til 0,93 fyrir stúlkur (7. tafla).
Flestir áreiðanleikastuðlarnir eru 0,80 eða
hærri, bæði fyrir drengi og stúlkur. Í stuttri
útgáfu kennaralistans eru alfastuðlarnir 0,85
eða hærri fyrir drengi og stúlkur. Samanburður
á alfastuðlum fyrir hliðstæða kvarða á Íslandi
og í Bandaríkjunum (Conners, 1997) leiðir í
ljós að áreiðanleiki kvarða er mjög svipaður í
löndunum tveimur.
Umræða
Þáttabygging langrar útgáfu á kennaralista
Conners á Íslandi er í megindráttum eins og í
Bandaríkjunum (Conners, 1997; Conners o.fl.,
1998a). Fjórir af sex raunvísum kvörðum eru
eins á Íslandi og í Bandaríkjunum: Hugrænn
vandi/Athyglisbrestur, Félagslegur vandi,
Kvíði-feimni, Fullkomnunarárátta. Sömu
atriði mynda þessa fjóra kvarða í báðum
löndum. Atriði sem tilheyra þáttunum fjórum
hafa markverða og afgerandi hleðslu á þann
þátt sem þau eiga að tilheyra en lága og
ómarkverða hleðslu á aðra þætti. Meðaltal
þáttaskýringar (communality) atriða er hæst
fyrir þáttinn Félagslegur vandi (0,66), síðan
Hugrænn vandi/Athyglisbrestur (0,61), þá
Kvíði-feimni (0,56) og loks Fullkomnunarár-
átta (0,45). Atriði tveggja þátta í Bandaríkjun-
um (Mótþrói, Ofvirkni) mynda einn þátt á
Íslandi, Mótþrói-ofvirkni, bæði í langri og
stuttri útgáfu kennaralista Conners. Þetta er
jafnframt meginmunurinn á þáttabyggingu
kennaralistans í löndunum. Á Íslandi hlaða
flest atriði þessa þáttar með afgerandi og
markverðum hætti á hann og ómarkvert á
aðra þætti listans. Þrjú atriði sem tilheyra
kvarðanum Ofvirkni í Bandaríkjunum hafa
hæsta hleðslu á þennan þátt en jafnframt
markverðar hleðslur á annan þátt, Hugrænn
vandi/Athyglisbrestur. Meðaltal þáttaskýringar
atriða sem tilheyra þættinum er 0,59.
Fylgni á milli raunvísra kvarða í íslenska
úrtakinu er á bilinu 0,10 (Mótþrói-ofvirkni
og Kvíði-feimni) til 0,47 (Mótþrói-ofvirkni
og Hugrænn vandi/Athyglisbrestur). Með
hliðsjón af eðli hugsmíðanna sem eru mældar
7. tafla. Alfastuðlar kvarða í langri og stuttri útgáfu á kennaralista Conners í íslensku úrtaki eftir
kyni (N=182).
Kennaralisti Conners
Löng útgáfa Stutt útgáfa
Kvarðar Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur
Mótþrói-ofvirkni 0,92 0,82 0,94 0,85
Hugrænn vandi/Athyglisbrestur 0,91 0,92 0,89 0,92
Kvíði-feimni 0,84 0,83 — —
Fullkomnunarárátta 0,77 0,68 — —
Félagslegur vandi 0,92 0,88 — —
Heildartala AMOa 0,95 0,91 0,95 0,91
Heildartala Conners: Eirðarl.-hvatvísi 0,92 0,79 — —
Heildartala Conners: Tilf. óstöðugl. 0,90 0,62 — —
Heildartala Conners: Samantekt 0,92 0,80 — —
DSM-IV: Athyglisbrestur 0,95 0,93 — —
DSM-IV: Ofvirkni-hvatvísi 0,92 0,85 — —
DSM-IV: Samantekt 0,96 0,93 — —
Aths. Samsetning kvarða er að bandarískri fyrirmynd; aSömu atriði mynda Heildartölu AMO í langri og stuttri útgáfu á
kennaralista Conners.