Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 116
114
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
er óraunhæft að gera ráð fyrir engri fylgni á
milli þeirra. Aftur á móti er fylgnin í flestum
tilvikum fremur lítil (um 0,30). Fylgni milli
raunvísra kvarða listans ætti því ekki að
draga úr notagildi hans í greiningu og skimun
vandkvæða hjá börnum.
Sex af sjö klínískum kvörðum í langri útgáfu
kennaralistans í Bandaríkjunum koma skýrt
fram í íslenskri þýðingu listans. Þetta á við um
Heildartölu Conners og tvo undirkvarða sem
tilheyra henni (Tilfinningalegur óstöðugleiki,
Eirðarleysi-hvatvísi) og DSM-IV kvarðann
(DSM-IV: Samantekt) og tvo DSM-IV
undirkvarða (DSM-IV: Athyglisbrestur, DSM-
IV: Ofvirkni-hvatvísi). Klíníski kvarðinn
Heildartala AMO samanstendur af tveimur
þáttum í íslenska úrtakinu. Í þessum kvarða
eru 12 atriði sem greina best milli ofvirkra
barna með athyglisbrest í Bandaríkjunum
og venjulegra barna (Conners, 1997).
Aðgreiningarhæfni þessa kvarða er því
mikilvægari en þáttabygging þegar notagildi
kvarðans er metið. Í ljósi þáttabyggingar
kvarðans hérlendis er þó eðlilegt að skoða
aðgreiningarhæfni beggja þátta hérlendis ásamt
Heildartölu AMO.
Með þremur undantekningum er áreiðanleiki
allra kvarða fyrir drengi og stúlkur í langri
og stuttri útgáfu kennaralista Conners í
íslensku úrtaki viðunandi, eða 0,80 og hærra.
Undantekningar frá þessari meginreglu fyrir
stúlkur eru Fullkomnunarárátta og undirkvarðar
Heildartölu Conners (Tilfinningalegur
óstöðugleiki, Eirðarleysi-hvatvísi) og Full-
komnunarárátta fyrir drengi í lengri útgáfu
listans. Almennt er áreiðanleiki kvarða í
íslensku úrtaki, bæði fyrir drengi og stúlkur,
svipaður og í Bandaríkjunum (Conners,
1997).
Þáttabygging og áreiðanleiki kennaralista
Conners á Íslandi í úrtaki sex til níu ára
barna er almennt viðunandi og sambærilegt
við hliðstæða eiginleika í Bandaríkjunum.
Niðurstöðurnar benda því til þess að notagildi
kennaralistans geti verið svipað á Íslandi og
í Bandaríkjunum. Þó er vert að draga fram
nokkur sérkenni íslenska úrtaksins og það sem
hugsanlega gæti skekkt niðurstöðurnar.
Í fyrsta lagi er mikilvægt að íhuga hvaða
áhrif úrtaksstærð í þessari rannsókn gæti haft
á stöðugleika þáttabyggingar kennaralistans.
Með öðrum orðum, hvort líklegt sé að sama
þáttabygging kæmi fram í óháðu og stærra
úrtaki kennara. Til að draga úr áhrifum
tilviljunar á ályktanir út frá niðurstöðunum
var hátt viðmið sett við túlkun á hleðslum
atriða á þætti (tvöföldun á fylgnistuðli sem
nær marktekt við 0,01 mörkin). Það ætti að
auka líkur á því að þeir þættir sem eru túlkaðir
í þessari rannsókn séu raunverulegir en ekki
afurð tilviljanabundinna þátta. Hlutfall breyta
og þátttakenda er annað viðmið sem lengi
hefur verið notað til að ákvarða úrtaksstærð
í þáttagreiningu. Gorsuch (1983) lagði til
að fimm þátttakendur væru notaðir á móti
hverri breytu í þáttagreiningu og úrtakið væri
aldrei minna en 100. Nunnally (1978) og
Everitt (1975) bættu um betur og lögðu til
að þetta hlutfall væri tíu þátttakendur á móti
einni breytu. Í þessari rannsókn er viðmið
Gorsuch (1983) uppfyllt. Bent hefur verið á að
framangreind viðmið séu ekki fullnægjandi til
að tryggja öruggt mat á stuðlum í þáttagreiningu.
Mikilvægara sé að líta til þess hvað þættir
eru skilgreindir af mörgum breytum og hver
þáttaskýring atriða sé. MacCallum, Widaman,
Zhang og Hong (1999) hafa til dæmis bent á
að þegar hver þáttur er skilgreindur af þremur
til fjórum breytum að lágmarki og meðaltal
þáttaskýringar atriða sé 0,70 og hærra sé hægt
að áætla stuðla í þýði út frá 100 þátttakenda
úrtaki. Því meiri sem frávik eru frá þessum
viðmiðum þeim mun meiri þörf er á stærra
úrtaki til að áætla stuðla í þýði með nákvæmum
hætti. Þættir sem komu fram í þessari rannsókn
eru allir skilgreindir af þremur eða fleiri
breytum. Meðaltal þáttaskýringar atriða er
almennt í kringum 0,60. Þar vantar því nokkuð
upp á að þetta viðmið sé uppfyllt. Á móti
kemur að íslenska úrtakið er fjölmennara en
lágmarksfjöldi viðmiðsins gerir ráð fyrir.
Í öðru lagi er mikilvægt að meta réttmæti
aðferðar við þáttagreiningu gagnanna. Í
rannsókninni var meginásaþáttagreining
notuð með promax-snúningi þátta. Rökin fyrir
Kennaralisti Conners