Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 122

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 122
120 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 ,,Gullaldarsýn“, börn eru saklaus fórnarlömb aðstæðna og bernskan er hið gullna tímabil. Þessi sýn er rakin til Rousseau og tengist því sem hann kallaði neikvætt uppeldi og fólst í að bjarga börnum frá siðspillingu og hégóma fullorðinna (Rousseau, 1762/1979) og svipar til fröbelsku uppeldissýnarinnar. 3. Barnið sem lífvera, vísar til þróunarsálfræðinnar og er rakin til Piaget. 4. Börn sem viðbót á vinnumarkað (e. labour market supply factor), vísar til leikskóla sem nýjunga á vinnumarkaði og hagsmuna fagstétta. 5. Börn sem virkir þátttakendur í eigin þekkingarsköpun og námi (Dahlberg og fl. 1999: 43-48). Uppeldissýn mótast í samhengi tíðaranda og samfélagsstrauma. Jensen (2002) telur uppeldissýn fagstétta í upphafi 21. aldar einkennast af barnmiðuðum lýðræðislegum hugmyndum þar sem sjónum er beint að getu og hæfni barna til að eiga frumkvæði í uppbyggjandi samskiptum við annað fólk. Sigrún Aðalbjarnardóttir (1999) telur hugtakið lýsa því hvernig kennari fléttar saman hugmyndum, gildum, fræðilegri þekkingu og eigin hlutverki til þess að efla félagsþroska og samskiptahæfni nemenda. Í leikskólastarfi er sterk hefð fyrir því að tengja uppeldissýn við námsleiðir barna eins og Dahlberg og fl. (1999) gera. Um námsleiðir barna segja Bredekamp, Knuth, Kunesh og Shulman (1992) að þær tengist meðvitund um umhverfi sitt, áhuga á að kanna það, grennslast fyrir um ástæður og draga af því lærdóma. Leikskólabörn læra í samskiptum við önnur börn og fullorðna í menningarlegu samhengi. Það er hlutverk leikskólakennara að styðja, hvetja og styrkja samskipti barna og sjá til þess að þau fái tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og frumkvæði. Þeir þurfa því að hafa á valdi sínu breiða uppeldislega þekkingu og skilja hvaða kröfur eru gerðar til einstaklinga í lýðræðissamfélögum sem taka örum breytingum. Uppeldissýnin sem birtist í lögum um leikskóla (nr. 78/1994) gerir ráð fyrir að börn séu hæfir einstaklingar og að kennarar ýti undir færni þeirra til að taka virkan þátt í samskiptum. Í 2. grein segir að leggja eigi grundvöll að því að börnin verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og samfelldri þróun. Einnig segir þar að stuðla skuli að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna (Lög um leikskóla nr. 78/1994). Til þess að ná þessum markmiðum þurfa kennarar og leiðbeinendur að huga vel að samskiptum barna. Eins og heitið leikskóli felur í sér fara samskipti barna að mestu fram í gegnum leik sem jafnframt er talinn vera helsta leið barna til náms og þroska (sjá t.d. Roopnarine, Lasker, Sacks og Stores, 1998). Samskipta- og kennsluaðferðir í leikskóla byggjast á uppeldissýn þeirra sem þar starfa og því er brýnt að skoða uppeldissýn starfsfólks. Í greininni er hugtakið uppeldissýn notað um hugmyndir starfsfólks um menntun leik- skólabarna og eigið hlutverk í leikskólanum. Litið er svo á að samskipta- og kennsluaðferðir starfsfólks séu í beinu samhengi við uppeldissýn þess, samanber Sigrúnu Aðalbjarnardóttur (1999). Við rannsóknina voru hafðar til hliðsjónar niðurstöður rannsókna Drugli (1994) og Dinsen og Rasmussen (2000) um áhrif þróunar- verkefna sem byggðust á marte meo aðferðinni á kennsluaðferðir starfsfólks. Notaðar voru eigind- og megindlegar aðferðir og gögnin eru myndbandsupptökur, viðtöl, vettvangsnótur og spurningalisti. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: 1. Hvernig birtist uppeldissýn leikskóla- kennara og leiðbeinenda meðan á þróunarverkefninu stendur? a) Í skipulagningu námsaðstæðna b) Í notkun á myndbandsupptökum c) Í samskipta- og kennsluaðferðum Rannsóknir á leikskólastarfi Marte meo aðferðin, sem þróunarverkefnið var byggt á, er lýðræðisleg uppeldisaðferð þar sem styrkur hvers einstaklings til að byggja upp aukna félagslega færni er hafður í fyrirrúmi. Maria Aarts (2000) þróaði aðferðina með fjölda Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.