Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 129

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 129
127 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Breytingar á uppeldissýn í leikskóla Eftirfarandi dæmi er lýsandi fyrir það: Ég hef aldrei komið inn í jafn erfiðan barnahóp. Það hafði eitthvað gerst í samskiptunum. Þau meiddu hvert annað og engir vinir fundust á deildinni. Það þurfti að byrja á að endurbyggja samskiptin í barnahópnum. Börnin eru yndisleg og dugleg en þegar ég kom inn á deildina var samskiptamynstrið óviðunandi. Ég hef eytt mikilli orku í að breyta þessu samskiptamynstri og finnst að það sé að bera árangur. Fagleg uppeldissýn var kjarninn í orðræðu leikskólakennaranna þar sem fléttað er saman hugmyndum, gildum, fræðilegri þekkingu og eigin hlutverki til að efla félagsþroska og samskiptahæfni barnanna (Sigrún Aðalbjarnar- dóttir, 1999). Það er einnig í samræmi við niðurstöður Þórdísar Þórðardóttur (2001) um hlutverk leikskólakennara í námskrám sjö norrænna kennaraháskóla. Þróun faglegra vinnubragða Um miðbik verkefnisins má í viðtölum hjá öllu starfsfólki greina aukna vitund um mikilvægi samskipta, lýðræðislegra uppeldisaðferða, virkni barna í eigin námi, og áhrifa samskipta- aðferða kennara og leiðbeinenda á nám barna. Á 1. mynd má sjá hvernig þemun í viðtölum sem tekin voru um miðbik tíma- bilsins sköruðust milli leikskólakennara og leiðbeinenda. Í upphafi voru leiðbeinendur smeykir við kennsluaðferðir sem gerðu ráð fyrir að frumkvæði barna væri virt og haft að leiðarljósi í menntun þeirra. Þeir kviðu því að leikskólastarfið færi úr böndum þegar þróunarverkefnið byrjaði og að það hefði í för með sér aukið vinnuálag. Eftir því sem á leið breyttust hugmyndir þeirra um eigin uppeldis- og kennsluaðferðir og færðust meira í áttina að lýðræðislegum barnmiðuðum uppeldisaðferðum. Á seinni stigum verkefnisins sögðu flestir leiðbeinendur að þeir notuðu verkefnið til að koma auga á sínar sterku hliðar í starfinu og að taka meiri þátt í leik barnanna. Þeir töldu sig einnig beina sjónum sínum æ meir að styrk barnanna. Eftir því sem á leið nýttu leikskólakennararnir sér verkefnið meira til að þróa samskipta- og kennsluaðferðir fyrir börn sem áttu í ýmsum erfiðleikum. Dæmi úr myndbandsupptökum Eins og fram hefur komið voru myndbönd, 1. mynd. Þemaskörun leikskólakennara og leiðbeinenda um miðbik verkefnisins. Leikskólakennarar Aukning á faglegum vinnubrögðum í sértækum aðstæðum Lýðræðislegar barnmiðaðar uppeldisaðferðir Aukin meðvitund um eigin uppeldis- og kennslu aðferðir Leiðbeinendur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.