Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 129
127
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
Eftirfarandi dæmi er lýsandi fyrir það:
Ég hef aldrei komið inn í jafn erfiðan barnahóp.
Það hafði eitthvað gerst í samskiptunum. Þau
meiddu hvert annað og engir vinir fundust á
deildinni. Það þurfti að byrja á að endurbyggja
samskiptin í barnahópnum. Börnin eru yndisleg
og dugleg en þegar ég kom inn á deildina var
samskiptamynstrið óviðunandi. Ég hef eytt
mikilli orku í að breyta þessu samskiptamynstri
og finnst að það sé að bera árangur.
Fagleg uppeldissýn var kjarninn í orðræðu
leikskólakennaranna þar sem fléttað er saman
hugmyndum, gildum, fræðilegri þekkingu og
eigin hlutverki til að efla félagsþroska og
samskiptahæfni barnanna (Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir, 1999). Það er einnig í samræmi við
niðurstöður Þórdísar Þórðardóttur (2001) um
hlutverk leikskólakennara í námskrám sjö
norrænna kennaraháskóla.
Þróun faglegra vinnubragða
Um miðbik verkefnisins má í viðtölum hjá öllu
starfsfólki greina aukna vitund um mikilvægi
samskipta, lýðræðislegra uppeldisaðferða,
virkni barna í eigin námi, og áhrifa samskipta-
aðferða kennara og leiðbeinenda á nám barna.
Á 1. mynd má sjá hvernig þemun í
viðtölum sem tekin voru um miðbik tíma-
bilsins sköruðust milli leikskólakennara og
leiðbeinenda. Í upphafi voru leiðbeinendur
smeykir við kennsluaðferðir sem gerðu ráð
fyrir að frumkvæði barna væri virt og haft
að leiðarljósi í menntun þeirra. Þeir kviðu
því að leikskólastarfið færi úr böndum þegar
þróunarverkefnið byrjaði og að það hefði í
för með sér aukið vinnuálag. Eftir því sem
á leið breyttust hugmyndir þeirra um eigin
uppeldis- og kennsluaðferðir og færðust meira
í áttina að lýðræðislegum barnmiðuðum
uppeldisaðferðum.
Á seinni stigum verkefnisins sögðu flestir
leiðbeinendur að þeir notuðu verkefnið til
að koma auga á sínar sterku hliðar í starfinu
og að taka meiri þátt í leik barnanna. Þeir
töldu sig einnig beina sjónum sínum æ meir
að styrk barnanna. Eftir því sem á leið nýttu
leikskólakennararnir sér verkefnið meira til að
þróa samskipta- og kennsluaðferðir fyrir börn
sem áttu í ýmsum erfiðleikum.
Dæmi úr myndbandsupptökum
Eins og fram hefur komið voru myndbönd,
1. mynd. Þemaskörun leikskólakennara og leiðbeinenda um miðbik verkefnisins.
Leikskólakennarar
Aukning á
faglegum
vinnubrögðum
í sértækum
aðstæðum
Lýðræðislegar
barnmiðaðar
uppeldisaðferðir
Aukin
meðvitund um
eigin uppeldis-
og kennslu
aðferðir
Leiðbeinendur