Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 131

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 131
129 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Breytingar á uppeldissýn í leikskóla deildinni. Hann situr á stól og hvetur börnin með jákvæðum rómi til sjálfshjálpar. Hann tekur undir það sem þau beina áhuga sínum að um leið og hann heldur þeim við efnið með því að orða athafnir þeirra. Önnur upptakan átti sér stað þegar Jónas spilaði teningaspil með þremur ungum börnum. Þetta var í fyrsta skipti sem börnin spiluðu þetta spil. Jónas studdi og leiðbeindi börnunum með jákvæðni í röddinni. Hann kenndi þeim leikreglurnar með því að orða athafnirnar, t.d. „að gera til skiptis“ og að „rétta teninginn“. Hann nefnir nöfn barnanna og biður þau um að „rétta hvert öðru“. Þriðja upptakan fór fram á elstu deildinni og voru tveir drengir að leika saman. Annar þeirra þurfti á stuðningi í félagslegum samskiptum að halda. Leikið var á gólfi og leikefnið var kastali með tilheyrandi búnaði, svo sem riddurum og hestum. Jónas fylgist vel með framgangi leiksins og þeim leikþemum sem upp komu í leik drengjanna. Hann kemur inn í leikinn og leitast við að skapa tengsl milli drengjanna gegnum hugmyndir þeirra að leik og þróar enn frekar og færir í víðara samhengi. Hann túlkar og orðar athafnir drengjanna og notar sjálfur leikmál eins og „minn gerir“ og „minn er að fara“. Greina má breytingar og þróun í upptökum hjá Jónasi leikskólakennara á þann veg að hann nýtti þær æ meira fyrir börn á deildinni sem þurftu á sérstökum stuðningi að halda í samskiptum og leik. Í því skyni skipulagði Jónas leikstundir og valdi barn sem hann taldi heppilegan leikfélaga. Hann sat hjá börnunum meðan þau léku sér. Hann studdi og staðfesti t.d. athafnir barnanna í leiknum með því að færa þær í orð. Hann beindi sjónum að þeim þemum sem upp komu í leiknum hjá börnunum. Jónas notaði leikmál og túlkaði milli barnanna til þess að skapa tengsl milli þeirra. Leikur og samskipti barna í öndvegi Undir lok verkefnisins ræddu leikskóla- kennararnir um mikilvægi þróunarverkefnisins fyrir fjölbreytni í kennsluaðferðum, hvernig það hefði styrkt þá faglega og auðveldað þeim að skipuleggja námsaðstæður barnanna. Um það segir Jónas: Þegar maður er orðinn meðvitaður um samskiptin, eins og gerist í þessu verkefni, þá skipuleggur maður hlutina öðruvísi. Ég raða efniviðnum öðruvísi og skipulegg starfið með börnunum betur í kringum efniviðinn. Jóna tekur undir þetta og segist nota einingakubbana mikið með yngstu börnunum. Áður en verkefnið hófst hafi hún ekki gert sér grein fyrir hæfni barnanna í byggingarleik. Ester segir: Við erum núna beinlínis að takast á við samskiptamynstrið á deildinni. Ég skipulegg útival og skapa aðstæður til smíða, til að mála með vatni, til að kríta, blása sápukúlur og til leikja. Það er auðveldara að skipuleggja þetta í útileikjum en innanhúss. Ég skipulegg þetta með það í huga að þau fái útrás fyrir tilfinningar. Eftir það er auðveldara að styrkja samskiptin þegar við komum inn aftur. Í gögnunum kemur jafnframt fram að sýn leiðbeinenda á leik og samskipti breyttist nokkuð meðan á þróunarverkefninu stóð. Frásögn Gróu er skýrt dæmi þar um: Nú reynir maður að skipuleggja hlutina fyrir krakkana út frá verkefninu. Það þarf að skipuleggja það í gegnum leikinn. Unnur tók í sama streng og sagði: Mér fannst skrýtið að skipuleggja út frá samskiptum, en það er náttúrulega þannig í gegnum leikinn. Framangreind dæmi eru lýsandi fyrir þær breytingar sem greina mátti í hugmyndum leiðbeinenda um tilgang þess að skipuleggja námsumhverfi fyrir börnin. Í lok verkefnisins leggja þeir áherslu á leikinn, eða eins og Olga sagði: Það þarf að láta leik barna njóta sín. Leiðbeinendur hafa að mestu horfið frá þeim hugmyndum að börn séu getulítil. Áherslan beinist nú að því að nota sterku hliðar barnanna til að efla samskipti þeirra innbyrðis. Leikurinn skipar hærri sess og nýtist til að styrkja frumkvæði barna, leiðbeina þeim í átt að sjálfstæði og taka þátt í athöfnum þeirra. Rætt er um hlutverk og ákvarðanir starfsfólks í námi barna, samskipti við börn og innan barnahópanna. Dinsen og Rasmussen (2000) í Horsens í Danmörku og Drugli (1994) í Þrándheimi fengu svipaðar niðurstöður um þróun í starfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.