Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 167
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
165Um höfunda
Kristín Bjarnadóttir er dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk Ph.D.-gráðu á sviði sögu
stærðfræðimenntunar við Háskólann í Hróarskeldu í febrúar 2006, M.Sc.-prófi í stærðfræði við
Háskólann í Oregon og B.A.-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur
fengist við viðfangsefni á sviði sögu stærðfræðimenntunar og sögu stærðfræðinnar, einkum sögu
stærðfræðihugtaka. Hún hefur kennt stærðfræði og eðlisfræði á unglinga- og framhaldsskólastigi,
lengst af við Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem hún var áfangastjóri. Hún hefur ritað
kennslubækur í stærðfræði fyrir unglinga- og framhaldsskólastig og var faglegur umsjónarmaður
aðalnámskráa grunnskóla og framhaldsskóla í stærðfræði 1999. Netfang: krisbj@khi.is
Meyvant Þórólfsson er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk B.Ed.-prófi við Kennara-
háskóla Íslands 1978 með áherslu á líffræði, landafræði, stærðfræði og eðlisfræði og M.Ed.-
prófi í uppeldis- og kennslufræðum 2002 með áherslu á stærðfræði- og náttúruvísindamenntun.
Rannsóknir hans og þróunarverkefni eru einkum á sviði raunvísindamenntunar, námskrárgerðar,
námsmats og mats á skólastarfi. Netfang: meyvant@khi.is
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir er kennari við Starfsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.
Hún lauk M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Markmið og hlutverk
Starfsbrautarinnar er að veita nemendum með sérþarfir almennan undirbúning fyrir lífið og búa þá
undir þátttöku í atvinnulífinu eða frekara nám eftir því sem kostur er. Kennarar starfsbrautar VMA
veita auk þess nemendum og forráðamönnum þeirra ýmsa sérfræðilega aðstoð og ráðgjöf. Netfang:
ragng@hive.is
Þórdís Þórðardóttir er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk
diploma í stjórnun og skipulagningu menntastofnana frá Danmarks Social Pedagogiske Højskole
1990, B.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1993, kennsluréttindanámi
frá sama skóla 1995 og M.Ed.-prófi með áherslu á samanburðaruppeldisfræði frá Kennaraháskóla
Íslands árið 2000. Hún stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á sviði
menntamála hafa einkum beinst að samanburði á leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum,
menningarlæsi leikskólabarna, samskiptum í leikskóla og kynjafræði. Netfang: thordth@khi.is