Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 13

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 13
kærleiksþjónustu. Það er almennt viðurkennt núorðið meðal þeirra sem sinna forvamastarfí og beita sér í þeim málum að miðlun góðra og traustra lífsgilda er mikilvægasta forvömin. Hér er frumskylda kristinnar kirkju. Margvislegt fræðslustarf á vegum safnaðanna um þessar mundir miðar einmitt að þessu, svo sem Alfa-námskeiðin og tólfspora vinnan sem em kraftmiklir vaxtarsprotar. En eftir sem áður er hið mikilvægasta af þessu öllu trúamppeldi heimilanna, að kenna þeim ungu að elska Guð og biðja. Bænin í Jesú nafni er og verður besta forvömin. Við þurfum að stórauka fræðslu um Jesú Krist. Nú á næstunni verður opnaður á vefnum, kirkjan.is, vefur um Jesú, fræðslu og ítarefni fyrir almenning. Textnn er þýddur úr ensku. Verkið vann séra Magnús Guðjónsson, fv. biskupsritari, og gaf Þjóðkirkjunni í tilefni þúsund ára kristni á Islandi. Það skal þakkað hér í bæn um að þetta verk verði til þess að auka áhuga og þekkingu á merkustu persónu sögunnar, og þeim boðskap og trú sem blessar og reisir þjóðir. Sjálfboðastarf Sjálfboðastarf er hinn duldi auður kirkjustarfsins sem mikilvægt er að leggja enn meiri rækt við. Það þarf að vera liður í stefhumótun kirkjunnar hvemig sjálfboðastarf megi efla og virkja enn betur til góðs fyrir söfhuð og samfélag. Sjálfboðaþjónusta er lífsnauðsyn kirkjunni. Það á sér guðfræðilegar forsendur sem em enn þungvægari en hinar ijárhagslegu, svo mikilvægar sem þær nú em. Kirkja sem reiðir sig einvörðungu á launað starfsfólk til að halda úti helgihaldi sínu, iðkun og þjónustu, henni hættir til að gleyma því að kirkjan er hreyfing fólks sem þiggur og gefur í samfélagi. Eg hvet sóknir og söfnuði Þjóðkirkjunnar að huga að þessu. Við verðum að læra að gefa, þjónandi kirkja er gjafmild kirkja og örlát. Eg vil í því sambandi minna á samstarf bamastarfsins og Hjálparstarfs kirkjunnar sem er meginuppistaðan í bamafræðslunni í vetur. Þar er nú leitast við að vekja bömin til umhugsunar um hjálparstarf og kristniboð, fræða þau um líf og kjör bama sem minna mega sín heima og heiman, og hvetja þau til að leggja sitt að mörkum með því að safna fé í hverri bamasamveru. Þama emm við að ala upp unga heimsborgara og efla meðvitund þeirra fyrir því að við emm hluti hins alþjóðlega samhengis, fjölskyldu þjóðanna, og bemm skyldur í því samfélagi. Og minna þau á að "sælla er að gefa en þiggja." Staðfesta og sveigjanleiki Þjóðkirkjan er sem ráðsmaður okkar andlega arfs íhaldsöm í eðli sínu. Henni er falið mikilvægt hlutverk af íslensku samfélagi að hlynna að því sem sígilt er, helgistöðum og sögustöðum, hlynna að hefðinni og gæta arfsins. En í iðuköstum samtímans er mikilvægt er að efla sveigjanleika kirkjunnar. Þjóðkirkjan lifir reyndar í stöðugri spennu milli hefðarfestu annars vegar og hins vegar kröfunnar að sækja út og ryðja nýjar brautir fyrir fagnaðarerindið sem er ekki safngripur eða friðlýst náttúrvætti, heldur lifandi afl, "kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir." En við þurfum ekki að sjá framtíð kirkjunnar í andstæðum hefðar og framsækni, miðstjómarvalds andspænis lýðræði, borgar andspænis dreifbýli. Slík uppsetning er gagnslítil. Við þurfum að móta miklu opnari sýn á Þjóðkirkjunni. Hún er bæði - og í stað þess að vera annað hvort - eða, hún er í senn hefðarfestan og endumýjunin, leiðsögnin og samstaðan. I Þjóðkirkjunni þarf íheldnin og framsæknin, útsóknin og innri styrkur að fara saman. Vemm þar sem mögulegt er Og - kirkja, ffemur en Eða -kirkja, og munum að Guð er 9

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.