Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 25
6. mál 2001. Skýrsla Prestssetrasjóðs til Kirkjuþings 2001
í ályktun Kirkjuþings var Kirkjuráði falið að veita sjóðsstjóm aðstoð við að treysta fjárhag
sjóðsins. Kirkjuráð samþykkti að Prestssetrasjóður fengi 3 millj. kr. viðbótarframlag 2001 úr
Kirkjumálasjóði til að greiða skuld við Biskupsstofú vegna þjónustugjalda.
Stjóm Prestssetrasjóðs kom á fúnd Kirkjuráðs til viðræðna um fjárhagsstöðu og helstu
verkefni sjóðsins. Fram kom að enn er beðið niðurstöðu viðræðna Prestssetranefndar og
ríkisins og bundnar em vonir við að úr rætist þegar samningar takast. Stjóm sjóðsins ítrekaði
að skipan prestakalla hefúr bein áhrif á fjárhagsstöðu sjóðsins. Það er mat sjóðsstjómar að
fjárþörf væri á bilinu 500-800 millj. kr. ef sinna ætti öllum viðgerðum og endurbótum á
prestssetrum. Ljóst er að fjárhagsvandinn vex svo lengi sem Kirkjuþing veitir ekki heimild til
sölu á niðurlögðum prestssetrum, meðan viðræður um prestssetur við ríkið standa yfir.
Tengsl Kirkjuráðs og Prestssetrasjóðs vom til umræðu, einkum með hliðsjón af því að
Kirkjuráð er ffamkvæmdanefnd Kirkjuþings og því heyri sjóðurinn að vissu leyti undir
Kirkjuráð.
Kirkjuráð telur eðlilegt að ráðið komi að þeirri stefnumörkun sem stjóm Prestssetrasjóðs var
falið að vinna skv. ályktun Kirkjuþings 2001 í 6. máli. Enn bíður sú vinna.
Þá hefur stjóm Prestssetrasjóðs óskað eftir því að Kirkjuráð kaupi prestssetrið að Hólum,
sem bústað fyrir vígslubiskup. Ef um semst þarf málið að hljóta samþykki Kirkjuþings og
Alþingis. Samningum er ólokið.
7. mál 2001. Skýrsla Prestssetranefndar
Prestssetranefnd mun gera Kirkjuþingi grein fyrir stöðu mála en Kirkjuráð hefur verið í
samstarfi við nefndina.
8. mál 2001. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um vígslubiskupa nr. 820/2000
Óbreytt samþykkt frá Kirkjuþingi 2001 fer að nýju sem tillaga fyrir Kirkjuþing 2002.
9. mál 2001. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998
I breytingunni sem samþykkt var felst að nú skuli sóknamefnd gera Kirkjuráði grein fyrir
áfomium sínum ef ráðast skal í miklar Qárfestingar þar með talið hljóðfærakaup. Afgreiðsla
Kirkjuþings á málinu gaf ekki sérstakt tilefni til viðbragða af hálfu Kirkjuráðs þar sem enn
hefur ekki reynt á það. Kirkjuráð hefur þó kynnt sóknamefndum, prestum og prófostum
þessa breytingu.
10. mál 2001. Tillaga um frumvarp um breyting og viðbót á lögum nr. 35/1970 um
Kristnisjóð, á lögum nr. 36/1931 um embœttiskostnað sóknarpresta og aukaverkþeirra og á
lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl.
Tillögunni var vísað frá og mun Kirkjuráð því ekki hafast frekar að.
11. mál 2001. Reglur um Strandarkirkju í Selvogi
Kirkjuráð hefur skipað Strandarkirkjunefnd. Gengið hefur verið frá erindisbréfi fyrir
nefndina og er það lagt fram á Kirkjuþingi til kynningar.
12. mál 2001. Skipulagsskrá fyrir Kirkjumiðstöðina við Vestmannsvatn í Aðaldal S- Þing.
Kirkjuráð hélt fúnd á Vestmannsvatni í nóvember á síðasta ári með þáverandi stjóm
kirkjumiðstöðvarinnar, prófostum og fleirum. Héraðssjóðir Eyjafjarðar- og
Þingeyjarprófastsdæma hafa lagt starfseminni til rekstrarfé svo og Kirkjuráð.
21