Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 29

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 29
14. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar Tillögur þessar að starfsreglum um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar eru unnar á grundvelli stefiiu stjómar Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Ekki er um neinar stórvægilegar breytingar að ræða á efhi gildandi starfsreglna. Þó telur Kirkjuráð aðgengilegra og skýrara að setja nýjan bálk starfsreglna í stað þess að breyta þeim sem fyrir er. Meðal helstu nýmæla eru að verkaskipti og ábyrgð kirkjulegra stjómvalda á sviði söng - og tónlistar em skýrð nánar frá því sem nú er. Þá er gert ráð fyrir að Kirkjuþing marki tónlistarstefhu Þjóðkirkjunnar og biskup annist um ffamkvæmd hennar. Enn ffernur er leitast við að gera starfsreglumar skýrari og aðgengilegri með nokkuð breyttri ffamsetningu þótt efnisinnihald þeirra sé áþekkt núgildandi starfsreglum. 15. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998 Kirkjuráð leggur til, í ljósi reynslunnar, að ákvæði um skyldubundna málsmeðferð vegna sókna í fjárhagsörðugleikum í 10. gr. verði fellt brott, til að skapa meiri sveigjanleika í málsmeðferð. 16. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipan sókna, prestakalla ogprófastsdæma nr. 731/1998 Meiri hluti Kirkjuráðs leggur til að ákvæði um stöðu sóknarpresta við sameiningu prestakalla falli brott. í ákvæðunum er svo fýrir mælt að ef prestaköll em sameinuð skuli sá prestur ganga fyrir sem lengur hefur gegnt prestsembætti innan Þjóðkirkjunnar. Beri kirkjustjóminni að bjóða presti sem missir kall af þessum orsökum sambærilegt embætti eða starf. Meiri hluti Kirkjuráðs telur að erfitt sé að samrýma þetta starfsreglum um val á prestum. Þá verður að telja að réttur presta sem hugsanlega missa prestsembætti vegna skipulagsbreytinga sé vel varinn af lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Þá sýnir reynslan að þegar farið er í breytingar á skipan prestakalla er yfirleitt miðað við starfslok prests vegna aldursákvæða. 18. mál 2002. Tillaga að þingsályktun um öldrunarþjónustu Þjóðkirkjunnar Kirkjuráð leggur til að skipuð verði þriggja manna nefnd til að vinna að mótun deilistefnu Þjóðkirkjunnar í öldmnarmálum og þá með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram fer í stefnumótun fýrir Þjóðkirkjuna (sbr. 7. mál 2002). Hópurinn leggi fram tillögur og verkáætlun þar að lútandi. 19. mál 2002. Tillaga að þingsályktun um kirkju ogskóla Lagt er til að Kirkjuþing beini því til Kirkjuráðs að skipuð verði nefnd til að móta stefnu í málefnum kirkju og skóla til að fjalla um stöðu kristnifræðslu og framkvæmd hennar. Ahersla verði lögð á með hvaða hætti koma megi til móts við kennara í kristnifræðslu til að styrkja þá í því starfí. 20. mál 2002. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um kosningu biskups Islands og vígslubiskupa Lagt er til að sambærilegar breytingar verði gerðar á atkvæðisrétti presta við kjör samkvæmt reglunum og gert er þegar um kirkjuþingskosningar er að ræða. Er það samkvæmt tillögu nefndar sem skipuð var af Kirkjuráði á grundvelli samþykktar Kirkjuþings 2001 í 26. máli. Er með sama hætti og þar lagt til að miðað sé við að ef leyfi standi lengur en eitt ár, skuli afleysingapresturinn fara með atkvæðisrétt í stað þess sem í leyfi er. 25

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.