Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 43

Gerðir kirkjuþings - 2002, Síða 43
Skýrsla Prestssetranefndar til Kirkjuþings 2002 4. mál. Flm. Jón Helgason Frá síðasta Kirkjuþingi hefur Prestssetranefnd haldið sjö fundi og fjórum sinnum hefur samninganefndin mætt á fundum með fulltrúum fjármála- og dóms- og kirkjumálaráðuneyta. Á fyrsta viðræðufundinum 27. febrúar s.l. lögðu fulltrúar ráðuneytanna fram drög að samkomulagi um prestssetur og afhendingu þeirra til Þjóðkirkjunnar, án þess að væru nefndar upphæðir í krónum (sjá fylgiskjal I). Á næstu vikum ræddi Prestssetranefhd þessar tillögur, sem hún taldi að þyrftu allmikilla breytinga við. Stærsti ágallinn var sá, að þar var aðeins gert ráð fyrir eingreiðslu fyrir framsal eigna kirkjunnar, sem áffam yrðu á hendi ríkisins, og þar með endanlega seldar og afsalað. Prestssetranefndin hefur hins vegar lagt áherslu á, að hið nýja samkomulag yrði framhald og viðbót við samninginn um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá 1997, þar sem kirkjujarðir og það sem þeim fylgir væru eign ríkisins, gegn skuldbindingu um árlega greiðslu launa ákveðins fjölda presta og annarra starfsmanna. Slíkt er sérstaklega mikilvægt, ef til algjörs aðskilnaðar ríkis og kirkju kæmi, með ítarlegu eignaupppgjöri. Þá var í drögunum ákvæði um, að hið lögbundna prestssetur, Þingvellir, yrðu eign íslenska ríkisins, án þess að réttur Þingvallaprests, sem var sviptur prestssetrinu fyrir tveimur árum, yrði á nokkum hátt tryggður. Prestssetranefnd taldi því mikilvægt, að nefndin öll fengi að ræða þetta grundvallaratriði við fulltrúa ráðuneytanna og óskaði eftir, að þeir kæmu á hennar fund. Þeirri beiðni var hafnað og sagt að aðilar ættu að skiptast á skriflegum gagntillögum. í framhaldi af því gerði nefndin breytingartillögur (sjá fylgiskjal II) við drög ráðuneytanna og lagði þær fram, ásamt greinargerð, á fundi 17. apríl. Prestssetranefnd fékk viðbrögð við þeim tillögum á fundi með fulltrúum ráðuneytanna 24. sept., þar sem þeir gerðu munnlega kröfu um, að áður en frekari viðræður gætu átt sér stað, lýsti nefndin því yfir, að Þjóðkirkjan félli frá öllum rétti til bóta fyrir þær eignir prestssetranna, sem ríkið hefur látið ganga undan þeim á undanfömum áratugum, án þess að Þjóðkirkjan fengi réttmætar greiðslur fyrir þær. Sem aðeins eitt dæmi um þau verðmæti má nefna, að árið 1993 afsalaði ríkið til Garðabæjar landi Garða á Álftanesi, ásamt hjáleigum, sem er 410 ha. að stærð. Ótvíræð lagaákvæði vom þá í gildi um að Þjóðkirkjan skyldi fá andvirði slíkra eigna, en fyrir allt þetta land fékk kirkjan aðeins kr. 49,2 millj. eða kr. 72,4 á framreiknuðu verðlagi til 1.6. 2002 þ.e. tæplega kr. 180 þús. pr. ha. enda fylgja þinglýst mótmæli biskups við þessum gjömingi með afsali. Til samanburðar má nefna, að á þessu ári seldi ríkið Kópavogskaupstað 150 ha. spildu úr eigin landi á Vatnsenda á mjög hagstæðu verði, að mati kaupanda, fyrir 700 millj. kr. þ.e. 4,7 milllj. kr. á ha. eða á 26 foldu verði. Prestssetranefnd taldi sig að sjálfsögðu engan rétt hafa til að afsala Þjóðkirkjunni slíkum verðmætum, en fór fram á það að ráðuneytin gerðu grein fyrir því hvað þau væm reiðubúin að greiða til að ljúka þessu uppgjöri, ef með þeim hætti væri hægt að fmna samkomulagsgrundvöll, án þess að reiknaðir væm einstakir þættir. Við þeirri ósk urðu fulltrúar ráðuneytanna á fundi 8. þ.m. þegar ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins kvaðst munnlega hafa heimild ráðherra til að bjóða 150 millj. sem greiddust á þremur ámm. I því fælist: 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.