Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 47

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 47
Þingsályktun um stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna 7. mál. Flutt af Kirkjuráði Kirkjuþing 2002 samþykkir að fela Kirkjuráði að vinna áfram að stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna með tilliti til stöðu og hlutverks hennar í nútímasamfélagi. Þar verði skilgreind ffamtíðarsýn Þjóðkirkjunnar sem byggist m.a. á innri og ytri greiningu hins kirkjulega starfs með það í huga að gera starfið markvissara, bæta það og efla. Virkja skal sem flesta innan Þjóðkirkjunnar til þátttöku í þessari stefnumótun. Tillaga verði lögð fram til afgreiðslu á Kirkjuþingi 2003. Greinargerð Þingsályktunartillaga þessi um stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna sem hér er lögð fyrir Kirkjuþing er afrakstur vinnu sem Kirkjuráð ákvað að hefja í lok síðasta árs. Jafnframt skipaði Kirkjuráð þriggja manna starfshóp með verkinu, þá Guðmund K. Magnússon, Halldór Reynisson, og Þorvald Karl Helgason. Hér er leitast við að skilgreina hvað stefnumótun er og hvers vegna það er álitið gagnlegt að Þjóðkirkjan sinni henni. Við stefnumótun Þjóðkirkjunnar má nota hefðbundnar aðferðir stjómunarfræðinnar til að ■ skilgreina hlutverk sitt á eigin forsendum ■ skerpa ímynd ■ endurmeta starfsemina * gefa ákveðna framtíðarsýn ■ gera forgangsröðun og framkvæmdaáætlun ■ styrkja samstöðu í málefnum kirkjunnar. Meginverkefni stefnumótunar em upplýsingaöflun, greining, mótun framtíðarsýnar og aðgerðaráætlunar. í greiningunni er metið bæði innra starf stofnunar, styrkleikar hennar og veikleikar og rýnt í ytra umhverfi, tækifæri jafnt sem ógnanir em metnar. I niðurstöðum em skilgreindir þeir kostir sem í boði em. í þessu ferli verða til skýr markmið fyrir kirkjuna að stefna að. Jafnframt þarf að velja á milli leiða að settu marki og forgangsraða verkefnum. Aðgerðaráætlun fylgir allri stefnumótunarvinnu. Leiðir að hverju markmiði em skýrt skilgreindar, hver sé ábyrgur fýrir einstökum verkefnum svo og framkvæmd heildarstefnunnar. Endurmat stefnumótunar fer fram reglulega og ný markmið em skilgreind í ljósi reynslunnar. Kirkjulög og starfsreglur. Með Þjóðkirkjulögunum frá 1997 má segja að brotið hafíð verið blað varðandi ytra umhverfi kirkjunnar og þar með stöðu Þjóðkirkjunnar einkum gagnvart löggjafanum og framkvæmdavaldinu. Lögin vom skilgreind sem rammalöggjöf þannig að einungis meginþættir í umgjörð kirkjunnar væm settir fram í lagagreinum, en kirkjunni er ætlað að fylla út í rammann einkum með starfsreglum sem hún sjálf ákveður. Þar með gefst kirkjunni aukið svigrúm til að móta eigið starf, ráðstafa fjármunum og mannafla, meira en áður var. 43

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.